Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 17:23 Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira