Fótbolti

Blaðamaður The Sun spurði hvort að Ronaldo hefði sýnt Íslendingum vanvirðingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo var svekktur í leikslok.
Ronaldo var svekktur í leikslok. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgal, tók ekki í hendur íslensku leikmannanna og þjálfara eftir 1-1 jafntefli liðanna á EM í Frakklandi í kvöld.

Þetta fullyrti blaðamaður The Sun á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurði hann þjálfara Portúgala, Fernando Santos, hvort að Ronaldo hefði sýnt leikmönnum Íslands vanvirðingu með þessu eftir leik. Santos sagðist ekki hafa séð atvikið og vildi lítið tjá sig um það.

„Ég sá þetta ekki og held að þetta sé ekki satt. Ég var að horfa á leikmennina sem allir heilsuðu frábærum stuðningsmönnum Portúgal.“ sagði Santos verulega svekktur með að hafa aðeins náð jafntefli í kvöld. 

Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins var spurður um atvikið á blaðamannafundi eftir leik og virtist ekki vera mjög stressaður yfir því.

„Ronaldo gerir það sem hann gerir eftir leiki. Við skiptum okkur ekki af því,“ sagði Heimir.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×