Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 15:07 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt. Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt.
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30
Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00