Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira