Fótbolti

Til í að greiða 35 milljarða króna fyrir Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Umboðsmaður Cristiano Ronaldo segir að félag í Kína hafi verið til í að gera leikmanninn að langdýrasta leikmanni allra tíma.

Umbinn, Jorge Mendes, segir að þetta ónefnda kínverska félag hafi verið til í að greiða Real Madrid litlar 250 milljónir punda, eða 35 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn.

Paul Pogba er dýrasti leikmaður allra tíma og kostaði Man. Utd rúmar 93 milljónir punda. Þarna munar því 157 milljónum punda, takk fyrir.

Ronaldo hafði nákvæmlega engan áhuga á því að fara til Kína þó svo hann hefði átt að fá 223 milljónir króna í vikulaun hefði hann tekið tilboðinu. Já, vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×