Jamie Vardy í löngu jólafrí í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 08:00 Jamie Vardy. Vísir/Getty Enski framherjinn Jamie Vardy endar hið eftirminnilega ár 2016 upp í stúku en aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að rauða spjaldið hans frá helginni standi. Jamie Vardy fékk beint rautt spjald fyrir að tækla Mame Diouf og það þótti flestum fáránlegur dómur en þeir sem ráða í þessum málum voru ekki tilbúnir að viðurkenna mistök dómarans Craig Pawson. Jamie Vardy áfrýjaði rauða spjaldinu en þeirri áfrýjun var hafnað. Jamie Vardy fékk rauða spjaldið strax á 28. mínútu leiksins en þrátt fyrir að vera manni færri og lenda 2-0 undir tókst liðsfélögum hans í Leicester að jafna metin og tryggja sér stig. Vardy fór í tveggja fóta tæklingu en vann boltann áður en hann kom aðeins við Mame Diouf. Þessi snerting var nóg til þess að dómarinn og aganefndin þótti báðum rautt spjald vera réttur dómur. „Hann er að reyna að vinna boltann og hann tók boltann líka. Þetta var kannski gult spjald,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leiecester. Jamie Vardy fær því langt jólafrí í ár en hann missir af öllum þremur leikjum liðsins yfir hátíðirnar. Vardy verður ekki með á móti Everton, West Ham og Middlesbrough. Hann má næst spila í bikarleik á móti Everton en sá leikur fer fram 7. janúar 2017. Þetta var magnað ár hjá Jamie Vardy, sem var einn aðalmaðurinn á bak við óvæntan Englandsmeistaratitil Leicester City í vor og fékk síðan tækifæri með enska landsliðinu á EM í Frakklandi.Jamie Vardy fær rauða spjaldið.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Enski framherjinn Jamie Vardy endar hið eftirminnilega ár 2016 upp í stúku en aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að rauða spjaldið hans frá helginni standi. Jamie Vardy fékk beint rautt spjald fyrir að tækla Mame Diouf og það þótti flestum fáránlegur dómur en þeir sem ráða í þessum málum voru ekki tilbúnir að viðurkenna mistök dómarans Craig Pawson. Jamie Vardy áfrýjaði rauða spjaldinu en þeirri áfrýjun var hafnað. Jamie Vardy fékk rauða spjaldið strax á 28. mínútu leiksins en þrátt fyrir að vera manni færri og lenda 2-0 undir tókst liðsfélögum hans í Leicester að jafna metin og tryggja sér stig. Vardy fór í tveggja fóta tæklingu en vann boltann áður en hann kom aðeins við Mame Diouf. Þessi snerting var nóg til þess að dómarinn og aganefndin þótti báðum rautt spjald vera réttur dómur. „Hann er að reyna að vinna boltann og hann tók boltann líka. Þetta var kannski gult spjald,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leiecester. Jamie Vardy fær því langt jólafrí í ár en hann missir af öllum þremur leikjum liðsins yfir hátíðirnar. Vardy verður ekki með á móti Everton, West Ham og Middlesbrough. Hann má næst spila í bikarleik á móti Everton en sá leikur fer fram 7. janúar 2017. Þetta var magnað ár hjá Jamie Vardy, sem var einn aðalmaðurinn á bak við óvæntan Englandsmeistaratitil Leicester City í vor og fékk síðan tækifæri með enska landsliðinu á EM í Frakklandi.Jamie Vardy fær rauða spjaldið.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira