Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:47 Lögregla hefur aukið eftirlit á götum Berlínar í kjölfar árásarinnar. Vísir/AFP Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42