Litli maðurinn sem gerir stóra hluti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2016 07:00 N'Golo Kanté á ferðinni í leik með Chelsea. Hann hefur spilað allar 1.530 mínúturnar í boði hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu ásamt markverðinum Thibaut Courtois og varnarmanninum César Azpilicueta. vísir/getty N’Golo Kanté er hvorki áberandi innan né utan vallar. Þessi litli franski miðjumaður, ættaður frá Malí, leikur stærra hlutverk í þróun mála í ensku úrvalsdeildinni en margur heldur. Kanté hefur verið í sigurliði í 74 prósentum leikja sinna á árinu og lið hans hafa verið í toppsætinu í sjö af þeim tíu mánuðum sem enska úrvalsdeildin hefur verið í gangi. N’Golo Kanté er langt frá því að vera frægasta nafnið meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar en líklega eru fáir mikilvægari. Tölfræðin sýnir það og sannar. Samanburður á gengi Chelsea og Leicester City með og án Kanté í leikjum liðanna fyrir jól undanfarin tvö tímabil er eins og spegilmynd. Liðin eru frábær með hann á miðjunni en í tómu tjóni án hans.grafík/fréttablaðiðEin af fyrstu kaupum Conte Það var frábært skref fyrir Chelsea að fá Antonio Conte til að taka við liðinu en kaupin á N’Golo Kanté í júlí eru jafnvel enn mikilvægari. Það var ekkert skrýtið að ein af fyrstu kaupum Ítalans sem stjóra Chelsea væru Kanté. Chelsea borgaði Leicester 32 milljónir punda fyrir hann og Kanté skrifaði undir fimm ára samning. Á þessum tímapunkti voru flestir að velta því fyrir sér hvort Leicester tækist að halda markavélunum Jamie Vardy og Riyad Mahrez en áttuðu sig kannski ekki á því að Englandsmeistararnir hefðu þarna látið mikilvægasta leikmann sinn fara.Sir Alex með allt á hreinu Það var þó fullt af spekingum sem áttuðu sig á því mikilvæga en vanmetna starfi sem hann skilaði á miðjunni. Hann var efstur í bæði tæklingum og unnum boltum. Sir Alex Ferguson, sem sjálfur vann Englandsmeistaratitilinn þrettán sinnum, sagði að Kanté hefði verið langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og það hefur komið enn frekar á daginn eftir að franski miðjumaðurinn flutti sig suður til London. Englandsmeistarar Leicester City hafa ekki beint staðið undir nafni í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili enda með aðeins 4 sigra í sautján leikjum og í 15. sæti deildarinnar um jólin. Fyrir ári var Chelsea, þá einnig í titilvörn, í nánast sömu stöðu. Reyndar með stigi meira en samt í umræddu fimmtánda sæti og með 6 mörk í mínus í markatölu alveg eins og Leicester núna. Ofurdúóið Jamie Vardy og Riyad Mahrez fengu skiljanlega mikið hrós á síðasta tímabili sem og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri. Þessir þrír eru allir enn á mála hjá Leicester en lítið gengur samt inni á vellinum. Það vantar N’Golo Kanté til að brjóta niður sóknir mótherjanna og koma umræddum sóknarásum liðsins í sína uppáhaldsstöðu sem er að sækja hratt á varnir andstæðinganna. Kanté gerir fátt betur en að halda stöðu, vinna boltann og breyta vörn í sókn. Hans verk er ekki að búa til mörkin heldur að búa til aðstæðurnar fyrir liðsfélaga sína til að búa til mörkin.Kanté í leik með Frökkum á EM í sumar.vísir/gettyFrakkar unnu alla leikina N’Golo Kanté var líka með franska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar. Hann missti reyndar af leiknum á móti Íslandi í 8 liða úrslitunum vegna leikbanns en franska liðið vann alla fjóra leikina sem Kanté spilaði. Kanté var ónotaður varamaður í óvæntu tapi í úrslitaleiknum á móti Portúgal sem var eini tapleikur franska liðsins á mótinu. Hann sat líka á bekknum í markalausu jafntefli við Sviss. Chelsea er nú með sex stiga forystu en liðið hefur unnið ellefu leiki í röð og spilar eins og meistaralið. Það stefnir því allt í það að N’Golo Kanté vinni titilinn annað árið í röð. Aðeins fimm leikmönnum hefur tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn tvö ár í röð með tveimur félögum. Ralph Gaudie (19. öld), Joe Clennell (1914-15) og Len Moorwood (1920-21) náðu því allir fyrir seinni heimsstyrjöld en á síðustu áratugum bættust þeir Eric Cantona (Leeds 1992 og Man. United 1993) og Owen Hargreaves (Man. United 2011 og Man. City 2012) í hópinn.Verður Kanté aftur Englandsmeistari í vor?vísir/gettyÍ C-deild fyrir fjórum árum N’Golo Kanté, þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall, hefur lifað tímana tvenna í fótboltanum. Fyrir aðeins fjórum árum spilaði hann með Boulogne í frönsku C-deildinni og lék síðan með Caen í B-deildinni og A-deildinni á næstu tveimur tímabilum á eftir. Hann varð Englandsmeistari á fyrsta tímabili með Leicester City sem borgaði Caen um sex milljónir punda fyrir hann eða um 900 milljónir íslenskra króna. Það þykir nú ekki mikið fyrir fótboltamann í dag, hvað þá fyrir leikmann sem virðist öllu máli skipta. Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
N’Golo Kanté er hvorki áberandi innan né utan vallar. Þessi litli franski miðjumaður, ættaður frá Malí, leikur stærra hlutverk í þróun mála í ensku úrvalsdeildinni en margur heldur. Kanté hefur verið í sigurliði í 74 prósentum leikja sinna á árinu og lið hans hafa verið í toppsætinu í sjö af þeim tíu mánuðum sem enska úrvalsdeildin hefur verið í gangi. N’Golo Kanté er langt frá því að vera frægasta nafnið meðal leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar en líklega eru fáir mikilvægari. Tölfræðin sýnir það og sannar. Samanburður á gengi Chelsea og Leicester City með og án Kanté í leikjum liðanna fyrir jól undanfarin tvö tímabil er eins og spegilmynd. Liðin eru frábær með hann á miðjunni en í tómu tjóni án hans.grafík/fréttablaðiðEin af fyrstu kaupum Conte Það var frábært skref fyrir Chelsea að fá Antonio Conte til að taka við liðinu en kaupin á N’Golo Kanté í júlí eru jafnvel enn mikilvægari. Það var ekkert skrýtið að ein af fyrstu kaupum Ítalans sem stjóra Chelsea væru Kanté. Chelsea borgaði Leicester 32 milljónir punda fyrir hann og Kanté skrifaði undir fimm ára samning. Á þessum tímapunkti voru flestir að velta því fyrir sér hvort Leicester tækist að halda markavélunum Jamie Vardy og Riyad Mahrez en áttuðu sig kannski ekki á því að Englandsmeistararnir hefðu þarna látið mikilvægasta leikmann sinn fara.Sir Alex með allt á hreinu Það var þó fullt af spekingum sem áttuðu sig á því mikilvæga en vanmetna starfi sem hann skilaði á miðjunni. Hann var efstur í bæði tæklingum og unnum boltum. Sir Alex Ferguson, sem sjálfur vann Englandsmeistaratitilinn þrettán sinnum, sagði að Kanté hefði verið langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og það hefur komið enn frekar á daginn eftir að franski miðjumaðurinn flutti sig suður til London. Englandsmeistarar Leicester City hafa ekki beint staðið undir nafni í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili enda með aðeins 4 sigra í sautján leikjum og í 15. sæti deildarinnar um jólin. Fyrir ári var Chelsea, þá einnig í titilvörn, í nánast sömu stöðu. Reyndar með stigi meira en samt í umræddu fimmtánda sæti og með 6 mörk í mínus í markatölu alveg eins og Leicester núna. Ofurdúóið Jamie Vardy og Riyad Mahrez fengu skiljanlega mikið hrós á síðasta tímabili sem og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri. Þessir þrír eru allir enn á mála hjá Leicester en lítið gengur samt inni á vellinum. Það vantar N’Golo Kanté til að brjóta niður sóknir mótherjanna og koma umræddum sóknarásum liðsins í sína uppáhaldsstöðu sem er að sækja hratt á varnir andstæðinganna. Kanté gerir fátt betur en að halda stöðu, vinna boltann og breyta vörn í sókn. Hans verk er ekki að búa til mörkin heldur að búa til aðstæðurnar fyrir liðsfélaga sína til að búa til mörkin.Kanté í leik með Frökkum á EM í sumar.vísir/gettyFrakkar unnu alla leikina N’Golo Kanté var líka með franska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar. Hann missti reyndar af leiknum á móti Íslandi í 8 liða úrslitunum vegna leikbanns en franska liðið vann alla fjóra leikina sem Kanté spilaði. Kanté var ónotaður varamaður í óvæntu tapi í úrslitaleiknum á móti Portúgal sem var eini tapleikur franska liðsins á mótinu. Hann sat líka á bekknum í markalausu jafntefli við Sviss. Chelsea er nú með sex stiga forystu en liðið hefur unnið ellefu leiki í röð og spilar eins og meistaralið. Það stefnir því allt í það að N’Golo Kanté vinni titilinn annað árið í röð. Aðeins fimm leikmönnum hefur tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn tvö ár í röð með tveimur félögum. Ralph Gaudie (19. öld), Joe Clennell (1914-15) og Len Moorwood (1920-21) náðu því allir fyrir seinni heimsstyrjöld en á síðustu áratugum bættust þeir Eric Cantona (Leeds 1992 og Man. United 1993) og Owen Hargreaves (Man. United 2011 og Man. City 2012) í hópinn.Verður Kanté aftur Englandsmeistari í vor?vísir/gettyÍ C-deild fyrir fjórum árum N’Golo Kanté, þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall, hefur lifað tímana tvenna í fótboltanum. Fyrir aðeins fjórum árum spilaði hann með Boulogne í frönsku C-deildinni og lék síðan með Caen í B-deildinni og A-deildinni á næstu tveimur tímabilum á eftir. Hann varð Englandsmeistari á fyrsta tímabili með Leicester City sem borgaði Caen um sex milljónir punda fyrir hann eða um 900 milljónir íslenskra króna. Það þykir nú ekki mikið fyrir fótboltamann í dag, hvað þá fyrir leikmann sem virðist öllu máli skipta.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira