Moyes: United hefur svikið lit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. desember 2016 10:59 Moyes mætir með Sunderland á Old Trafford á annan dag jóla. vísir/getty David Moyes skýtur föstum skotum á Manchester United í nýju viðtali við the Telegraph og segir að félagið hafi svikið það sem það stendur fyrir með því að ráða erlenda knattspyrnustjóra og eyða háum fjárhæðum í leikmenn. Í viðtalinu staðfestir Moyes einnig að hann hafi reynt að kaupa leikmenn á borð við Gareth Bale og Cesc Fábregas meðan hann var stjóri United en ekki haft árangur sem erfiði. Moyes tók við United af Sir Alex Ferguson sumarið 2013 en stoppaði stutt við á Old Trafford. Moyes stýrir núna Sunderland og hann mætir með sína menn á Old Trafford á annan dag jóla. „Man Utd var félag með frábærar hefðir sem eru ekki lengur til staðar. Félagið reyndi ekki að keppa við öll önnur félög á félagaskiptamarkaðinum. Þeir gerðu það sem þeir töldu rétt og voru skynsamir. Þetta er ekki lengur til staðar. Það hafa orðið breytingar hjá Man Utd en þetta er leiðin sem þeir völdu að fara,“ sagði Moyes í viðtalinu við the Telegraph.Moyes var rekinn frá United eftir aðeins sjö mánuði í starfi.vísir/gettyErfitt fyrir hvaða stjóra sem er að taka við af Ferguson Moyes var rekinn frá United eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Hann segir að það hefði verið erfitt fyrir hvaða stjóra sem er að taka við af Ferguson. „Ég hélt ég hefði lengri tíma - ég trúði ekki ég þyrfti að gera þetta á 9-12 mánuðum. Ég var fullvissaður um það. En ég held að það hefði verið gríðarlega erfitt fyrir hvaða stjóra sem að koma á eftir Ferguson,“ sagði Moyes sem er greinilega ósáttur við að hafa ekki fengið lengri tíma til að gera þær breytingar sem hann taldi nauðsynlegar hjá United. Í viðtalinu staðfestir Moyes að hann hafi misst af leikmönnum á borð við Gareth Bale, Cesc Fábregas og Toni Kroos meðan hann var stjóri United.Buðu betur en Real Madrid „Gareth Bale var fyrsta skotmarkið. Mér fannst hann alltaf vera United-leikmaður. Við gerðum Tottenham raunar betra tilboð en Real Madrid en hann var ákveðinn í að fara þangað,“ sagði Moyes. „Cesc Fábregas var annar leikmaður sem við héldum að við myndum fá. Stundum nærðu ekki að klára félagaskiptin. Við vorum sennilega alltaf í eltingarleik í tilfelli Bales en það var svekkjandi að missa af Fábregas,“ bætti Moyes við. Skotinn einnig staðfesti að United hefði verið búið að ná samkomulagi við Kroos um að hann kæmi til félagsins sumarið 2014. Louis van Gaal, eftirmaður Moyes, lagðist hins vegar gegn því og Kroos endaði á því að fara til Real Madrid. Á endanum keypti Moyes aðeins Maraoune Fellaini á lokadegi félagaskiptagluggans haustið 2013. Juan Mata bættist svo við í janúar 2014. Fellaini og Mata voru einu leikmennirnir sem Moyes fékk til United áður en hann var rekinn. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
David Moyes skýtur föstum skotum á Manchester United í nýju viðtali við the Telegraph og segir að félagið hafi svikið það sem það stendur fyrir með því að ráða erlenda knattspyrnustjóra og eyða háum fjárhæðum í leikmenn. Í viðtalinu staðfestir Moyes einnig að hann hafi reynt að kaupa leikmenn á borð við Gareth Bale og Cesc Fábregas meðan hann var stjóri United en ekki haft árangur sem erfiði. Moyes tók við United af Sir Alex Ferguson sumarið 2013 en stoppaði stutt við á Old Trafford. Moyes stýrir núna Sunderland og hann mætir með sína menn á Old Trafford á annan dag jóla. „Man Utd var félag með frábærar hefðir sem eru ekki lengur til staðar. Félagið reyndi ekki að keppa við öll önnur félög á félagaskiptamarkaðinum. Þeir gerðu það sem þeir töldu rétt og voru skynsamir. Þetta er ekki lengur til staðar. Það hafa orðið breytingar hjá Man Utd en þetta er leiðin sem þeir völdu að fara,“ sagði Moyes í viðtalinu við the Telegraph.Moyes var rekinn frá United eftir aðeins sjö mánuði í starfi.vísir/gettyErfitt fyrir hvaða stjóra sem er að taka við af Ferguson Moyes var rekinn frá United eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Hann segir að það hefði verið erfitt fyrir hvaða stjóra sem er að taka við af Ferguson. „Ég hélt ég hefði lengri tíma - ég trúði ekki ég þyrfti að gera þetta á 9-12 mánuðum. Ég var fullvissaður um það. En ég held að það hefði verið gríðarlega erfitt fyrir hvaða stjóra sem að koma á eftir Ferguson,“ sagði Moyes sem er greinilega ósáttur við að hafa ekki fengið lengri tíma til að gera þær breytingar sem hann taldi nauðsynlegar hjá United. Í viðtalinu staðfestir Moyes að hann hafi misst af leikmönnum á borð við Gareth Bale, Cesc Fábregas og Toni Kroos meðan hann var stjóri United.Buðu betur en Real Madrid „Gareth Bale var fyrsta skotmarkið. Mér fannst hann alltaf vera United-leikmaður. Við gerðum Tottenham raunar betra tilboð en Real Madrid en hann var ákveðinn í að fara þangað,“ sagði Moyes. „Cesc Fábregas var annar leikmaður sem við héldum að við myndum fá. Stundum nærðu ekki að klára félagaskiptin. Við vorum sennilega alltaf í eltingarleik í tilfelli Bales en það var svekkjandi að missa af Fábregas,“ bætti Moyes við. Skotinn einnig staðfesti að United hefði verið búið að ná samkomulagi við Kroos um að hann kæmi til félagsins sumarið 2014. Louis van Gaal, eftirmaður Moyes, lagðist hins vegar gegn því og Kroos endaði á því að fara til Real Madrid. Á endanum keypti Moyes aðeins Maraoune Fellaini á lokadegi félagaskiptagluggans haustið 2013. Juan Mata bættist svo við í janúar 2014. Fellaini og Mata voru einu leikmennirnir sem Moyes fékk til United áður en hann var rekinn.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira