Úr hitanum í hörkuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í ensku B-deildinni á tímabilinu. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“ Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira