Úr hitanum í hörkuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í ensku B-deildinni á tímabilinu. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“ Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira