Úr hitanum í hörkuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í ensku B-deildinni á tímabilinu. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“ Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon stökk út í óvissuna þegar hann samdi við enska B-deildarliðið Bristol City í sumar. Hann hafði þá verið á mála hjá Juventus á Ítalíu í sex ár, en síðustu þrjú árin spilað sem lánsmaður með Spezia og Cesena í Serie B. Þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu árið 2014. Hann var með í för þegar Ísland spilaði á EM í Frakklandi í sumar sem var vafalaust dýrmæt reynsla fyrir Hörð, þrátt fyrir að hann hafi ekkert spilað. Hann segir að það hafi ekki verið sjálfsagt að skipta yfir úr „hitanum og þægindunum á Ítalíu“, eins og hann orðar það sjálfur, yfir í „kuldann og hörkuna í Englandi“.Okkar tími mun koma aftur Hörður Björgvin hefur spilað hverja einustu mínútu í B-deildinni í vetur, alla 23 leikina. Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og unnið aðeins einn af síðustu átta leikjum sínum. Hinir sjö leikirnir töpuðust allir og allir nema einn með eins marks mun. „Við erum með yngsta liðið í deildinni og eftir þessa flottu byrjun hefur þetta verið fljótt að breytast. Þannig er þessi deild – allir geta unnið alla – en ég veit að okkar tími mun koma aftur og við fáum nokkra sigra í röð,“ segir Hörður Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Hann var sjálfur valinn besti leikmaður Bristol City á fyrri hluta tímabilsins af staðarblaðinu Bristol Post og hann segir það ánægjuleg tíðindi. „Það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt og það verður allt léttara þegar stuðningsmenn og blaðamenn eru ánægðir með mann,“ segir Hörður sem gerði þriggja ára samning við Bristol City í sumar. „Ég veit ekkert hvað gerist í framtíðinni og hvort það séu tilboð á leiðinni í mig. En ég vil fyrst og fremst standa mig vel fyrir félagið og sýna að ég sé nógu góður til að geta tekið skrefið upp á við og spilað í ensku úrvalsdeildinni.“Hörður Björgvin hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur.vísir/gettySpila best sem miðvörður Hörður Björgvin hefur alla tíð spilað sem miðvörður með félögum sínum, þó svo að hann hafi unnið sér sæti í landsliðinu sem vinstri bakvörður. „Ég er alls ekki hér til að spila sem vinstri bakvörður. Bristol City keypti mig sem miðvörð og það er mín besta staða. Ég fæ þó ákveðið frelsi til að spila úr vörninni og það á að vera hægt að nýta mig til að gefa stungusendingar á framherja og fleira slíkt. Það gefur mér ákveðna sérstöðu enda hugsar hinn dæmigerði enski varnarmaður fyrst og fremst um að koma boltanum í burtu,“ segir hann. Hörður Björgvin sýndi á Ítalíu að hann er frábær spyrnumaður og stórhættulegur í aukaspyrnum. Hann hefur nokkrum sinnum komist nálægt því að skora úr aukaspyrnum á Englandi. „Það er stutt í að það komi en fyrst og fremst er ég að hugsa um að standa mig í vörninni. Hitt kemur með tíð og tíma.“Bíð eftir tækifærinu Ljóst er að samkeppnin um stöðu miðvarða í íslenska landsliðinu er hörð enda hafa þeir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason staðið sig frábærlega undanfarin ár. Hörður Björgvin segist sáttur við að bíða eftir tækifærinu með landsliðinu. „Það koma nýjar kynslóðir upp í landsliðinu reglulega og ég hef fyrst og fremst verið ánægður með að fá tækifæri að vera hluti af þessu góða landsliði. Ég er mjög rólegur yfir minni stöðu í landsliðinu.“
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira