Gummi Ben á lokaorðin í umfjöllun Guardian um fótboltaævintýri Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 14:30 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira