Lewandowski grenjaði úr hlátri yfir vali France Football Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 15:15 Gott grín, France Football. vísir/getty/afp/twitter Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016 Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17