Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2016 08:17 Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum. vísir/epa Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34