Fótbolti

Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum.
Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum. vísir/epa
Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum.



Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum.

Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo.

Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig.

Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig.

Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa.

Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.

Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016:

1. Cristiano Ronaldo - 745 stig

2. Lionel Messi - 316 stig

3. Antoine Griezmann - 198 stig

4. Luis Suárez - 91 stig

5. Neymar - 68 stig

6. Gareth Bale - 60 stig

7. Riyad Mahrez - 20 stig

8. Jamie Vardy - 11 stig

9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig

11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig

12. Rui Patrício - 6 stig

13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig

14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig

16. Robert Lewandowski - 3 stig

17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stig

Riyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty

Tengdar fréttir

Ronaldo hreppti Gullboltann

Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×