Erlent

Kanye fundaði með Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Donald Trump og Kanye West í Trump Tower í dag.
Donald Trump og Kanye West í Trump Tower í dag. Vísir/Getty
Rapparinn Kanye West fundaði með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í Trump Tower nú fyrir stuttu.

Ekki er ljóst um hvað þeir funduðu en samkvæmt heimildum TMZ óskaði Kanye eftir fundinum með Trump. Eftir fundinn sátu þeir félagarnir fyrir á myndum. “Við höfum verið vinir í langan tíma,” sagði Trump þá við fjölmiðla. Hann bætti jafnframt við að þeir hefðu rætt lífið og tilveruna.

Kanye hefur áður sagt að hann styðji Trump. Á tónleikum sínum þann 18. Nóvember síðastliðinn ávarpaði hann áhorfendur og sagði „Ég sagði ykkur að ég kaus ekki, er það ekki? Það sem ég sagði ekki – eða kannski sagði ég það – en ef ég hefði kosið, hefði ég kosið Trump.“

Lítið hefur sést til Kanye West síðustu misseri en þann 21. nóvember síðastliðinn var hann lagður inn á spítala vegna tímabundins geðrofs. Þetta er í annað skiptið sem West sést opinberlega eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×