Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 11:43 Altjón varð þegar Grillskáli N1 á Þórshöfn á Langanesi brann á þriðjudag. Um er að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu. vísir/kristinn lárusson Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir. Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00