Innlent

Bensínstöð brann á Þórshöfn

Myndin er úr safni og tengist ekki bruna gærkvöldsins.
Myndin er úr safni og tengist ekki bruna gærkvöldsins. Vísir/Andri Marinó
Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. Að sögn Þórarins Þórissonar slökkviliðsstjóra á Þórshöfn skíðlogaði skálinn þegar að var komið. Vegna framkvæmda við bensínafgreiðslu í skálanum var stór tvískiptur geymir ofanjarðar við skálann, með bæði bensíni og gasolíu og var mikil sprengihætta af því, en slökkviliðsmönnum tókst að draga geyminn frá eldinum og kæla hann niður.

Þá tókst einnig að fjarlægja gaskúta úr geymslu í skálanum, en eldur komst í mikinn olíulager innandyra og brann hann allur. Mikinn reyk lagði frá eldinum yfir byggðina og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að rýma nálæg hús og biðja fólk í örðum húsum að loka öllum gluggum til að reykur kæmist ekki inn.

Slökkvistarfi lauk á sjöunda tímanum en slökkviliðsmenn verða eitthvað áfram á vettvangi ef glæður kynnu að leynast í rústunum. Eldsupptökk eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×