Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Andri Marinó „Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt. Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Maður er bara að átta sig á þessu enn þá,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rekur Grillskála N1 á Þórshöfn á Langanesi, en skálinn brann til kaldra kola í nótt. Um er að ræða einu bensínstöðina á Þórshöfn og eru næstu stöðvar á Bakkafirði eða Raufarhöfn. Kapítóla segir alls óvíst hvert framhaldið verður. „Sjoppan er bara brunnin og allt sem henni tengist og svolítið óráðið hvert framhaldið verður. En það er ljóst að þetta er altjón,“ segir hún. „Þetta var vissulega áfall og líka fyrir alla bæjarbúa enda sjoppan búin að vera þarna í fimmtíu ár.“ Kapítóla fékk símtal frá föður sínum, sem rekur verslunina með henni, á fjórða tímanum í nótt, en þá var hann á leiðinni á staðinn. Eldurinn var mikill og lagði þykkan svartan reyk yfir byggðarlagið. Reykurinn var svo mikill að björgunarsveitarmenn voru fengnir til þess að ganga í nálæg hús og rýma þau ef þurfa þætti og til að segja fólki að loka gluggum. Aðspurð segir Kapítóla þetta mikið tilfinningatjón, en að sögn íbúa var skálinn samfélaginu mikils virði, því hann hafi einnig þjónað tilgangi eins konar félagsmiðstöðvar í byggðarlaginu. „Það er það. Ekki spurning.“ Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri á Þórshöfn, segir í samtali við fréttastofu að sprengihætta hafi myndast um tíma, en að engan hafi sakað. Slökkvistarf hafi gengið vel en að húsið sé gjörónýtt.
Tengdar fréttir Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01