Fátt sem kemur í veg fyrir notkun myndbandsdómara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 08:30 Cristiano Ronaldo á orð við paragvæska dómarann Eduardo Cardozo sem beið með að dæma markið hans í Japan löglegt í gær. vísir/Getty „Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson. Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
„Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson.
Fótbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira