Fátt sem kemur í veg fyrir notkun myndbandsdómara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 08:30 Cristiano Ronaldo á orð við paragvæska dómarann Eduardo Cardozo sem beið með að dæma markið hans í Japan löglegt í gær. vísir/Getty „Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson. Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira
„Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson.
Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Sjá meira