Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 12:06 Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. Vísir/Ernir Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira