Wenger líkti dómurum við ljón í dýragarði: Þetta hefur verið hræðileg vika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 09:00 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki í miklu jólaskapi þessa dagana en hann vældi aðra helgina í röð undan dómurunum, nú eftir 2-1 tap á móti Manchester City. Wenger taldi að bæði mörk Manchester City í leiknum hafi aldrei átt að standa en City snéri við leiknum eftir að Arsenal komst yfir snemma leiks. Leroy Sane var rangstæður þegar hann skoraði fyrra markið fyrir Manchester City og það er síðan túlkunaratriði hvort að það hafi verið rangstæða líka í sigurmarkinu sem Raheem Sterling skoraði. Það er hægt að sjá þessi mörk í spilaranum hér fyrir ofan. „Það er mjög erfitt að sætta sig við svona í leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Arsene Wenger og bauð síðan upp á athyglisverða fullyrðingu: „Það er vel þekkt að það er passað upp á dómara er eins og ljónin í dýragarðinum. Við verðum því að lifa með svona ákvörðunum,“ sagði Wenger. „Ég skil vel að allir hjá City séu ánægðir. Ég væri það líka í þeirra stöðu. Málið er bara að bæði mörkin þeirra voru rangstöðumörk,“ sagði Wenger. Tapið þýddi að Arsenal er nú komið niður í fjórða sæti en liðið fékk ekki stig í tveimur leikjum vikunnar á móti Everton og Manchester City. „Þetta er búin að vera algjörlega hræðileg vika. Það sem er verra að við spiluðum vel í báðum þessum leikjum en fengum ekkert stig. Við komumst yfir í þeim báðum en töpuðum samt. Það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ sagði Wenger. „Áður en við veltum því fyrir okkur að við séum níu stigum á eftir Chelsea þá þurfum við samt að fara að hugsa um það af hverju við náum ekki að halda marki okkar hreinu,“ sagði Wenger. Hér fyrir neðan má sjá tvö blöð leika sér aðeins með ummæli Arsene Wenger. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki í miklu jólaskapi þessa dagana en hann vældi aðra helgina í röð undan dómurunum, nú eftir 2-1 tap á móti Manchester City. Wenger taldi að bæði mörk Manchester City í leiknum hafi aldrei átt að standa en City snéri við leiknum eftir að Arsenal komst yfir snemma leiks. Leroy Sane var rangstæður þegar hann skoraði fyrra markið fyrir Manchester City og það er síðan túlkunaratriði hvort að það hafi verið rangstæða líka í sigurmarkinu sem Raheem Sterling skoraði. Það er hægt að sjá þessi mörk í spilaranum hér fyrir ofan. „Það er mjög erfitt að sætta sig við svona í leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Arsene Wenger og bauð síðan upp á athyglisverða fullyrðingu: „Það er vel þekkt að það er passað upp á dómara er eins og ljónin í dýragarðinum. Við verðum því að lifa með svona ákvörðunum,“ sagði Wenger. „Ég skil vel að allir hjá City séu ánægðir. Ég væri það líka í þeirra stöðu. Málið er bara að bæði mörkin þeirra voru rangstöðumörk,“ sagði Wenger. Tapið þýddi að Arsenal er nú komið niður í fjórða sæti en liðið fékk ekki stig í tveimur leikjum vikunnar á móti Everton og Manchester City. „Þetta er búin að vera algjörlega hræðileg vika. Það sem er verra að við spiluðum vel í báðum þessum leikjum en fengum ekkert stig. Við komumst yfir í þeim báðum en töpuðum samt. Það eru auðvitað mikil vonbrigði,“ sagði Wenger. „Áður en við veltum því fyrir okkur að við séum níu stigum á eftir Chelsea þá þurfum við samt að fara að hugsa um það af hverju við náum ekki að halda marki okkar hreinu,“ sagði Wenger. Hér fyrir neðan má sjá tvö blöð leika sér aðeins með ummæli Arsene Wenger.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira