Gary Lineker dýrkaði Tólfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:30 Vísir/Samsett Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05