Innlent

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Siglufirði handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun.
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun. Vísir/Gísli Berg

Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun auk annars manns. Handtökurnar tengjast rannsókn á umfangsmiklum fjárdrætti frá sparisjóðnum, þar sem fyrrum skrifstofustjóri sparisjóðsins var grunaður um að draga að sér um hundrað milljónir króna.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir einnig að fimm til sex húsleitir hafi verið framkvæmdar samhliða handtökunum. Samkvæmt Mbl.is fóru sjö embættismenn norður í dag og fóru skýrslutökur yfir þeim handteknu fram.

Eins og áður hefur komið fram tengist rannsóknin annarri rannsókn á fjárdrætti en í tveir menn og þar af fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, voru handteknir vegna þess máls í september í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.