Viðskipti innlent

Annar hinna handteknu er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Sveinn Arnarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa
Frá Siglufirði
Frá Siglufirði vísir/gísli berg

Annar þeirra sem handtekinn var í gær grunaður um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar er bæjarfulltrúi í Fjallabyggð. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur bæjarfulltrúinn játað aðild sína að málinu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat vegna rannsóknarhagsmuna hvorki staðfest né neitað því um hvern var að ræða. Þá gat hann heldur ekki gefið upp um hve mikið fé þeir drógu sér.

Átta starfsmenn sérstaks saksóknara fóru norður í land í fyrradag vegna málsins og framkvæmdu þeir húsleitir vegna málsins. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum handteknu.

Í yfirlýsingu frá AFL Sparisjóði í gær segir að við athugund sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofu sparisjóðsins. Málið var í framhaldinu kært til sérstaks. Stjórnendur AFL Sparisjóðs munu ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.

Uppfært 17.57. Maðurinn sem um ræðir heitir Magnús Jónasson og er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.