Viðskipti innlent

Grunaður um hundrað milljóna fjárdrátt frá sparisjóðnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Magnús var handtekinn vegna málsins en upphæðin sem hann er grunaður um að hafa dregið sér er um hundrað milljónir króna.
Magnús var handtekinn vegna málsins en upphæðin sem hann er grunaður um að hafa dregið sér er um hundrað milljónir króna.
Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er grunaður um að hafa dregið sér um eitt hundrað milljónir króna úr Sparisjóði Siglufjarðar, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve há fjárhæðin er, þar sem skýringar hafa fengist á hluta færslnanna, en Ólafur Þór staðfestir að heildarumfang fjárdráttarins sé áður nefnd hundrað milljóna króna tala. Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að Magnús hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. Átta fulltrúar sérstaks saksóknara voru sendir á Siglufjörð 29. september síðastliðinn til að framkvæma húsleitir og handtaka þá sem lágu undir grun; meðal annars Magnús.Í yfirlýsingu frá AFL Sparisjóði, sem send var fjölmiðlum í kjölfar þess að Vísir greindi frá málinu, kom fram að við 
athugun  sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra sparisjóðsins.Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort játning liggi fyrir um öll brotin, en Magnús hefur þó játað aðild sína að málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann lét af störfum sem forseti bæjarstjórnar eftir að málið kom upp. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,19
2
143
ARION
0,43
3
56.075
FESTI
0,35
9
107.375
SIMINN
0,31
1
50

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-0,12
1
9.471
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.