Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. september 2015 17:08 Frá Siglufirði. vísir/gísli berg Tveir voru handteknir á Siglufirði í gær í aðgerðum sérstaks saksóknara vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Annar hinna handteknu er fyrrverandi starfsmaður sparisjóðsins. Samkvæmt heimildum Vísis fóru átta menn frá sérstökum saksóknara norður vegna málsins. Sparisjóðurinn var lokaður í gærmorgun vegna aðgerða lögreglu og opnaði ekki fyrr en klukkan 11. Þá voru framkvæmdar húsleitir. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim handteknu eftir því sem Vísir kemst næst og komu starfsmenn sérstaks saksóknara suður í dag. Jóel Kristjánsson, sem var ráðinn tímabundið sem sparisjóðsstjóri AFLs í sumar þangað til samrunaferli við Arion banka er lokið, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Von er á yfirlýsingu frá sparisjóðnum vegna málsins. Aðgerðir lögreglu höfðu ekki teljanleg áhrif á starfsemi sparisjóðsins og var opið samkvæmt opnunartíma í dag. Um þrjátíu starfsmenn starfa hjá Sparisjóðnum á Siglufirði en hlúð var að starfsfólki í dag samkvæmt heimildum Vísis.Uppfært klukkan 18:40 AFLs Sparisjóður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kjölfar fréttar Vísis. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan. Þá kom fram í fyrstu útgáfu fréttarinnar annar handteknu væri starfsmaður sparisjóðsins. Hann lét hins vegar af störfum fyrr á árinu.Yfirlýsing AFLs Sparisjóðs:Vegna umfjöllunar um ætlaðan fjárdrátt fyrrverandi starfsmanns hjá AFL Sparisjóð Siglufirði þá vilja stjórnendur sparisjóðsins koma eftirfarandi á framfæri.Eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra AFL sparisjóðs og í framhaldi af því var málið kært til Sérstaks saksóknara.Stjórnendur hjá AFL Sparisjóð munu ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tveir voru handteknir á Siglufirði í gær í aðgerðum sérstaks saksóknara vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Annar hinna handteknu er fyrrverandi starfsmaður sparisjóðsins. Samkvæmt heimildum Vísis fóru átta menn frá sérstökum saksóknara norður vegna málsins. Sparisjóðurinn var lokaður í gærmorgun vegna aðgerða lögreglu og opnaði ekki fyrr en klukkan 11. Þá voru framkvæmdar húsleitir. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim handteknu eftir því sem Vísir kemst næst og komu starfsmenn sérstaks saksóknara suður í dag. Jóel Kristjánsson, sem var ráðinn tímabundið sem sparisjóðsstjóri AFLs í sumar þangað til samrunaferli við Arion banka er lokið, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Von er á yfirlýsingu frá sparisjóðnum vegna málsins. Aðgerðir lögreglu höfðu ekki teljanleg áhrif á starfsemi sparisjóðsins og var opið samkvæmt opnunartíma í dag. Um þrjátíu starfsmenn starfa hjá Sparisjóðnum á Siglufirði en hlúð var að starfsfólki í dag samkvæmt heimildum Vísis.Uppfært klukkan 18:40 AFLs Sparisjóður hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kjölfar fréttar Vísis. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan. Þá kom fram í fyrstu útgáfu fréttarinnar annar handteknu væri starfsmaður sparisjóðsins. Hann lét hins vegar af störfum fyrr á árinu.Yfirlýsing AFLs Sparisjóðs:Vegna umfjöllunar um ætlaðan fjárdrátt fyrrverandi starfsmanns hjá AFL Sparisjóð Siglufirði þá vilja stjórnendur sparisjóðsins koma eftirfarandi á framfæri.Eftir fyrirspurn frá Sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra AFL sparisjóðs og í framhaldi af því var málið kært til Sérstaks saksóknara.Stjórnendur hjá AFL Sparisjóð munu ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn stendur yfir.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira