Innlent

Fellsmúlamálið: Konan gaf sig fram

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan var látin laus að lokinni yfirheyrslu þar sem ekki þótti ástæða til að halda henni.
Konan var látin laus að lokinni yfirheyrslu þar sem ekki þótti ástæða til að halda henni. Vísir/Eyþór
Konan sem lögregla leitað að vegna málsins sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla gaf sig fram við lögreglu á öðrum tímanum í dag. Hún var yfirheyrð af lögreglu og látin laus að henni lokinni.

„Það þótti ekki ástæða til að halda henni,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi um málið.

Lögreglan leitaði konunnar, sem er 22 ára, og 26 ára gamals karlmanns vegna rannsóknar málsins en þau eru búsett í íbúð á fjórðu hæð í Fellsmúla 9.

Karlmaður segir að honum hafi verið haldið þar gegn vilja í tvo sólarhringa.

Hann náði að láta lögreglu vita af sér í gær með því að klifra á milli svala á fjórðu hæð og komast þannig inn á stigagang í Fellsmúla 11. Þar fór hann niður á þriðju hæð þar sem íbúi hleypti honum inn til sín og leyfði honum að hringja á lögreglu.

Tveir menn voru handteknir í gær við Fellsmúla grunaðir um aðild að málinu. Þeim var sleppt í morgun þar sem rannsókn lögreglu hafði leitt í ljós að aðkoma þeirra að málinu var lítil sem engin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×