Erlent

Forseti Suður-Kóreu ákærð fyrir embættisbrot

Anton Egilsson skrifar
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, þar sem krafist er afsagnar forseta landsins.
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, þar sem krafist er afsagnar forseta landsins. Vísir/EPA
Þingmenn stjórnarandstöðuflokka í Suður-Kóreska þinginu hafa lagt fram ákæru á hendur forseta landsins, Park-Geun-hye, fyrir embættisbrot. Kemur ákæran í kjölfar þess að upp kom að forsetinn væri viðriðinn umfangsmikið spillingarmál. The Guardian greinir frá. 

Ákæran er studd af 171 af 300 þingmanna Suður-Kóreska þingsins og verður hún lögð til atkvæðagreiðslu næstkomandi föstudag. Til að ákæran verði samþykkt þurfa tveir þriðju þingmanna að samþykkja hana. Svo að hún nái fram að ganga þurfa því 29 meðlimir flokks Park að greiða atkvæði með ákærunni.

„Stjórnarflokkurinn verður að taka afleiðingunum embættisákæran verður felld.” Segir Woo Sang-Ho, þingflokksformaður Lýðræðisflokksins í Suður-Kóreu.

Park er sökuð um að hafa látið vinkonu sinni í té ýmsar trúnaðarupplýsingar og leyft henni að taka þátt í mikilvægum ákvarðanatökum innan ríkisstjórnarinnar. Vinkonan er sögð hafa nýtt sér þessar upplýsingar til fjárkúgunar, en hún var handtekin í seinasta mánuði.

Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, alla laugardaga seinast liðnar fimm vikur. Fjölmennust voru mótmælin um seinustu helgi en þá er talið að um 1,3 milljónir mótmælenda hafi komið saman til að krefjast afsagnar Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×