„Mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 09:00 José Mourinho var ekki sá vinsælasti þegar hann setti stóra Belgann inn á. vísir/getty Manchester United gerði fimmta jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það missti 1-0 forystu í 1-1 á síðustu mínútum gegn Everton. Marouane Fellaini, sem er að verða óvinsælasti leikmaður Manchester United, fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem Leighton Baines skoraði úr. José Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að setja Belgann stóra inn á undir lok leiksins. Mourinho gerði lítið úr spurningum blaðamanna um þessa skiptingu á blaðamannafundi eftir leik og sagði Everton ekki lengur vera lið sem sendir boltann mikið heldur mun beinskeittara lið. Því vildi hann fá tveggja metra mann inn á til að hjálpa varnarlínunni. Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, var spurður út í þessi ummæli og skiptingu Mourinho í þættinum Match of the Day 2 á sunnudaginn og hvort hann væri sammála Portúgalanum. „Algjörlega. Starf stjórans á hliðarlínunni er að reyna að reikna út hvað hann heldur að gerist í leiknum og hvernig hitt liðið getur gert honum erfitt fyrir. Ég var meira og minna sammála þegar Fellani var settur inn á. Mourinho vissi að hann ætti eftir að þurfa að verjast mikið af boltum inn á teiginn og föstum leikatriðum,“ sagði Jenas.David De Gea horfir á eftir boltanum í netinu.vísir/gettyTroy Deeney, framherji Watford, var gestur í þættinum og hann var spurður hvort ekki hefði verið betri að setja inn á þriðja miðvörðinn, Eric Bailly, sem er kannski betri í loftinu en Fellaini. „Mourinho talaði um á blaðamannafundinum að miðverðirnir sínir væru búnir að vera frábærir í síðustu leikjum og því vildi hann ekki rugga þeim báti. United stýrði leiknum algjörlega en missti bara af sigrinum,“ sagði Deeney. Manchester United er núna fjórum sinnum á leiktíðinni búið að fá á sig mark eftir 80. mínútu og missa af fullt af stigum en liðið er í sjötta sæti með 21 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti og þrettán stigum frá toppnum. „Þetta er ekki sem þú býst við frá liði sem Mournho stýrir og hvað þá United-liði. Þess vegna er hann byrjaður að segja að United vinnur ekki titilinn á þessari leiktíð. Það er eitthvað mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum leiksins,“ sagði Jermaine Jenas.Alla umræðuna má sjá hér. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Manchester United gerði fimmta jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það missti 1-0 forystu í 1-1 á síðustu mínútum gegn Everton. Marouane Fellaini, sem er að verða óvinsælasti leikmaður Manchester United, fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem Leighton Baines skoraði úr. José Mourinho hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að setja Belgann stóra inn á undir lok leiksins. Mourinho gerði lítið úr spurningum blaðamanna um þessa skiptingu á blaðamannafundi eftir leik og sagði Everton ekki lengur vera lið sem sendir boltann mikið heldur mun beinskeittara lið. Því vildi hann fá tveggja metra mann inn á til að hjálpa varnarlínunni. Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, var spurður út í þessi ummæli og skiptingu Mourinho í þættinum Match of the Day 2 á sunnudaginn og hvort hann væri sammála Portúgalanum. „Algjörlega. Starf stjórans á hliðarlínunni er að reyna að reikna út hvað hann heldur að gerist í leiknum og hvernig hitt liðið getur gert honum erfitt fyrir. Ég var meira og minna sammála þegar Fellani var settur inn á. Mourinho vissi að hann ætti eftir að þurfa að verjast mikið af boltum inn á teiginn og föstum leikatriðum,“ sagði Jenas.David De Gea horfir á eftir boltanum í netinu.vísir/gettyTroy Deeney, framherji Watford, var gestur í þættinum og hann var spurður hvort ekki hefði verið betri að setja inn á þriðja miðvörðinn, Eric Bailly, sem er kannski betri í loftinu en Fellaini. „Mourinho talaði um á blaðamannafundinum að miðverðirnir sínir væru búnir að vera frábærir í síðustu leikjum og því vildi hann ekki rugga þeim báti. United stýrði leiknum algjörlega en missti bara af sigrinum,“ sagði Deeney. Manchester United er núna fjórum sinnum á leiktíðinni búið að fá á sig mark eftir 80. mínútu og missa af fullt af stigum en liðið er í sjötta sæti með 21 stig, níu stigum frá Meistaradeildarsæti og þrettán stigum frá toppnum. „Þetta er ekki sem þú býst við frá liði sem Mournho stýrir og hvað þá United-liði. Þess vegna er hann byrjaður að segja að United vinnur ekki titilinn á þessari leiktíð. Það er eitthvað mikið að hugarfari leikmanna United þegar kemur að síðustu mínútum leiksins,“ sagði Jermaine Jenas.Alla umræðuna má sjá hér.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira