Raggi Sig: Oft hugsað hvað það væri geðveikt að skora með hjólhestaspyrnu Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 11:30 Ragnar Sigurðsson, miðvörður Fulham og íslenska landsliðsins í fótbolta, fékk heimsókn frá Messunni á dögunum en brot úr viðtali Gumma Ben við Ragnar var sýnt í þættinum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Ragnar var eftirsóttur eftir EM í Frakklandi í sumar þar sem Árbæingurinn spilaði frábærlega og var maður leiksins í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Hann endaði hjá Fulham í ensku B-deildinni og var spurður hvernig það væri að labba út á völl í enska boltanum fyrir framan fullt hús. „Það er frábær tilfinning. Maður tengir þetta við þegar maður var lítill strákur og sá þetta gerast í sjónvarpinu. Mig dreymdi alltaf um þetta. Ég nýt þess alveg í botn að labba út á svona völl sem er fullur af fólki,“ segir Ragnar sem hefur lengi átt sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni. „Það var alltaf að spila með einverju af þessum toppliðum en núna er draumurinn að fara upp með Fulham og spila með þeim í úrvalsdeildinni. Ég ætla allavega að reyna að gefast ekki upp á því. Það er enn þá markmiðið þó að ég sé orðinn hund gamall. Núverandi markmið mitt er að fara upp með Fulham en hlutirnir breytast mjög hratt,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn magnaði var hársbreidd frá því að skora flottasta markið á EM í sumar þegar hann reyndi hjólhestaspyrnu af stuttu færi í frægum leik strákanna okkar gegn Englandi í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Gummi Ben spurði Ragnar hvort það mætti búast við svona marki fyrir Fulham. „Ég held að það ætti enginn að búast við því en ef ég fæ tækifæri til þess að reyna þetta aftur mun ég gera það,“ segir hann. „Ég hef oft hugsað um hvað það væri geðveikt að skora með hjólhestaspyrnu í leik. Ég hafði ekki reynt þetta síðan ég var lítill en þetta var það eina í stöðunni þarna. Ég tók bara hjólhestaspyrnu. Það er bara fáránlegt að boltinn fór ekki inn,“ segir Ragnar Sigurðsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður Fulham og íslenska landsliðsins í fótbolta, fékk heimsókn frá Messunni á dögunum en brot úr viðtali Gumma Ben við Ragnar var sýnt í þættinum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Ragnar var eftirsóttur eftir EM í Frakklandi í sumar þar sem Árbæingurinn spilaði frábærlega og var maður leiksins í tveimur af fimm leikjum Íslands á mótinu. Hann endaði hjá Fulham í ensku B-deildinni og var spurður hvernig það væri að labba út á völl í enska boltanum fyrir framan fullt hús. „Það er frábær tilfinning. Maður tengir þetta við þegar maður var lítill strákur og sá þetta gerast í sjónvarpinu. Mig dreymdi alltaf um þetta. Ég nýt þess alveg í botn að labba út á svona völl sem er fullur af fólki,“ segir Ragnar sem hefur lengi átt sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni. „Það var alltaf að spila með einverju af þessum toppliðum en núna er draumurinn að fara upp með Fulham og spila með þeim í úrvalsdeildinni. Ég ætla allavega að reyna að gefast ekki upp á því. Það er enn þá markmiðið þó að ég sé orðinn hund gamall. Núverandi markmið mitt er að fara upp með Fulham en hlutirnir breytast mjög hratt,“ segir Ragnar. Miðvörðurinn magnaði var hársbreidd frá því að skora flottasta markið á EM í sumar þegar hann reyndi hjólhestaspyrnu af stuttu færi í frægum leik strákanna okkar gegn Englandi í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Gummi Ben spurði Ragnar hvort það mætti búast við svona marki fyrir Fulham. „Ég held að það ætti enginn að búast við því en ef ég fæ tækifæri til þess að reyna þetta aftur mun ég gera það,“ segir hann. „Ég hef oft hugsað um hvað það væri geðveikt að skora með hjólhestaspyrnu í leik. Ég hafði ekki reynt þetta síðan ég var lítill en þetta var það eina í stöðunni þarna. Ég tók bara hjólhestaspyrnu. Það er bara fáránlegt að boltinn fór ekki inn,“ segir Ragnar Sigurðsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira