Ég var vandamálið en ekki Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 23:00 Henrikh Mkhitaryan fagnar með Marcus Rashford og stuðningsmönnum United. Vísir/Getty Armeninn Henrikh Mkhitaryan hefur ekki beint labbað inn í byrjunarliðið hjá Manchester United eftir að félagið keypti hann frá Dortmund í sumar. Henrikh Mkhitaryan vill alls ekki kvarta undan knattspyrnustjóranum Jose Mourinho þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri miðað við mann sem félagið borgaði um 30 milljónir punda fyrir í sumar. Mkhitaryan er staðráðinn í að sannfæra Mourinho með frammistöðu sinni inn á vellinum. Henrikh Mkhitaryan var í byrjunarliðinu í leiknum um Samfélagsskjöldinni í ágúst og spilaði fyrstu deildarleikina en missti sæti sitt eftir að hafa verið skipt útaf í hálfleik í 2-1 tapi á móti Manchester City. „Ég hélt ég væri að koma hingað sem byrjunarliðsleikmaður en svo sá ég að það voru 25 leikmenn að berjast um sæti í liðinu og um leið áttaði ég mig á því að það yrði allt annað en auðvelt að komast í liðið,“ sagði í viðtali við Sky Sports. „Það var ekkert slæmt á milli okkar Mourinho. Okkar samband var gott. Ég var vandamálið en ekki Mourinho,“ sagði Mkhitaryan. Mkhitaryan fékk tækifæri í byrjunarliðinu í 1-1 jafntefli á móti West Ham eftir tveggja mánaða veru í kuldanum og stóð sig síðan mjög vel í 4-1 sigri á West Ham í deildabikarnum þremur dögum seinna þar sem hann lagði upp tvö mörk. „Núna skil ég að ég þarf að stökkva á tækifærin mín og gera síðan allt til að halda sæti mínu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að spila og vera hluti af þessu Manchester United liði,“ sagði Henrikh Mkhitaryan. „Ég átti slæman leik á móti Manchester City en það tilheyrir fortíðinni. Ég hef staðið mig vel í að koma til baka. Stjórinn hefur úr mörgum mönnum að velja enda eru fimm til sex menn sem geta spilað mín stöðu. Ég veit hvað ég þarf að gera til að fá að spila,“ sagði Mkhitaryan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Armeninn Henrikh Mkhitaryan hefur ekki beint labbað inn í byrjunarliðið hjá Manchester United eftir að félagið keypti hann frá Dortmund í sumar. Henrikh Mkhitaryan vill alls ekki kvarta undan knattspyrnustjóranum Jose Mourinho þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri miðað við mann sem félagið borgaði um 30 milljónir punda fyrir í sumar. Mkhitaryan er staðráðinn í að sannfæra Mourinho með frammistöðu sinni inn á vellinum. Henrikh Mkhitaryan var í byrjunarliðinu í leiknum um Samfélagsskjöldinni í ágúst og spilaði fyrstu deildarleikina en missti sæti sitt eftir að hafa verið skipt útaf í hálfleik í 2-1 tapi á móti Manchester City. „Ég hélt ég væri að koma hingað sem byrjunarliðsleikmaður en svo sá ég að það voru 25 leikmenn að berjast um sæti í liðinu og um leið áttaði ég mig á því að það yrði allt annað en auðvelt að komast í liðið,“ sagði í viðtali við Sky Sports. „Það var ekkert slæmt á milli okkar Mourinho. Okkar samband var gott. Ég var vandamálið en ekki Mourinho,“ sagði Mkhitaryan. Mkhitaryan fékk tækifæri í byrjunarliðinu í 1-1 jafntefli á móti West Ham eftir tveggja mánaða veru í kuldanum og stóð sig síðan mjög vel í 4-1 sigri á West Ham í deildabikarnum þremur dögum seinna þar sem hann lagði upp tvö mörk. „Núna skil ég að ég þarf að stökkva á tækifærin mín og gera síðan allt til að halda sæti mínu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að spila og vera hluti af þessu Manchester United liði,“ sagði Henrikh Mkhitaryan. „Ég átti slæman leik á móti Manchester City en það tilheyrir fortíðinni. Ég hef staðið mig vel í að koma til baka. Stjórinn hefur úr mörgum mönnum að velja enda eru fimm til sex menn sem geta spilað mín stöðu. Ég veit hvað ég þarf að gera til að fá að spila,“ sagði Mkhitaryan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira