Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 16:13 Hæstiréttur taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. vísir/gva Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17