Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 16:13 Hæstiréttur taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. vísir/gva Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því þann 21. júní síðastliðinn en karlmaður var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meðal annars frelsissviptingu, meiriháttar líkamsárás, kynferðislega áreitni, hótanir og stórfelldar ærumeiðingar gegn sambýliskonu sinni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa þvingað konuna til munnmaka en sýknaður af nauðgun þegar hann hafði í kjölfar munnmakanna endaþarmsmök við konuna þar sem héraðsdómur taldi að hann hefði verið í góðri trú þá, miðað við framburð konunnar fyrir dómi og hjá lögreglu.Sjá einnig: Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Í reifun á dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Voru því taldar fram komnar nægar líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn áfrýjaði dómur því ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju,“ að því er segir í reifun dómsins. Málið þarf því að fara að nýju fyrir héraðsdóm en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 7. febrúar síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær þar til að dómur í máli hans myndi ganga fyrir Hæstarétti en þó eigi lengur en til 23. desember. Nú þegar Hæstiréttur hefur dæmt í málinu ætti að láta manninn lausan samkvæmt öllum lögum og reglum.Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi Karlmaður hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi sínu og beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 12. febrúar 2016 18:48
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17