Innlent

Rjúpnaskyttan er enn ófundin

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Nokkrir björgunarsveitarmenn stóðu vaktina í nótt nærri þeim stað sem maðurinn sást síðast.
Nokkrir björgunarsveitarmenn stóðu vaktina í nótt nærri þeim stað sem maðurinn sást síðast. Mynd/Landsbjörg

Leitin að rjúpnaskyttunni sem týndist ofan við Einarsstaði á Héraði í fyrrakvöld hefur engan árangur borðið. Fáir leitarmenn voru úti í nótt en leit fer aftur á fullt í birtingu. Unnið var að því í gærkvöldi og nótt að kortleggja nákvæmlega hvaða svæði búið var að leita og unnið að skipulagningu fyrir leitina í dag.

Til stendur að hefja leitina aftur í birtingu.

Nokkrir björgunarsveitarmenn stóðu vaktina í nótt nærri þeim stað sem maðurinn sást síðast sem svokallaðir „vitar“ en það þýðir að menn standa úti með ljós og eru sýnilegir. Auk þess voru nokkrir björgunarsveitarbílar á ferð um nálæga vegi og slóða. Um 440 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni.

„Áhersla verður áfram lögð á það að leita í kringum staðinn þar sem rjúpnaskyttan kvaddi félaga sína og fer til baka. Þyrlan kemst væntanlega á loft á eftir því að veðurútlitið er betra í dag en í gær. Það er komin hitamyndavél sem hefur verið sett á þyrluna og fer með í flug núna með morgninum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Snjóflóðahætta er metin á leitarsvæðinu.

„Okkar fólk er mjög meðvitað um það og leitin og skipulagið tekur mið af því. Hópar eru með sjófljóðaýlur og þann viðbúnað sem þarf.“


Tengdar fréttir

Rjúpnaskyttu leitað á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að rjúpnaskyttu sem saknað er við Einarsstaði.

Rjúpnaskyttu leitað í alla nótt

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í alla nótt leitað manns sem gekk í gær til rjúpna austur á Héraði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×