Forsetakosningar í Frakklandi: Le Pen myndi vinna Sarkozy nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 16:46 Leiðtogi Front National, Marine Le Pen mynd/getty Marine Le Pen, leiðtogi stjórnmálaflokksins Front National myndi vinna fyrrum forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í forsetakjöri með átta prósenta mun ef marka má niðurstöður sem gerðar voru af Ipsos. Forsetakosningarnar munu fara fram í apríl á næsta ári og mun þá koma í ljós hver tekur við keflinu af núverandi Frakklandsforseta, François Hollande. Í könnuninni var fimm mismunandi aðstæðum ólíkra frambjóðenda stillt upp en forval hefur ekki enn farið fram í öllum flokkum. Úrslita úr forvali flokks Sarkozy, Les républicains, má vænta í kvöld. Valið stendur á milli sjö frambjóðenda en eru Sarcozy, Alain Juppé borgarstjóri Bordeaux og François Fillon fyrrum forsætisráðherra Frakklands taldir sigurstranglegastir. Af þeim þremur þykir líklegast að Juppé muni standa með pálmann í höndunum.Sjá einnig: Juppé líklegastur til þess að verða forsetafni franskra RepúblíkanaEf enginn frambjóðandanna nær hlýtur fimmtíu prósenta fylgi eða meira verður kjörið endurtekið þann 27. nóvember.Möguleiki er á að fyrrum forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, taki við af Hollande í vor. Sarkozy tapaði fyrir Hollande í kosningunum 2012.mynd/gettySarkozy hefur haldið því fram að til þess að sameina Frakkland á ný þurfi að herða innflytjendalöggjöf til muna og berjast gegn herskáum íslamistum. Öfgafull orðræða hans hefur orðið til þess að hann hefur misst brautargengi sitt meðal stuðningsmanna Les Républicains sem lengra eru inni á miðju. Flokkur Marine Le Pen, Front National er þjóðernissinnaður hægriflokkur en faðir hennar, Jean-Marie Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972. Marine tók við af föður sínum sem leiðtogi flokksins árið 2011. Frá því Marine Le Pen tók við forystu Front National hefur flokkurinn sótt í sig veðrið en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 náði hann sögulegu kjöri, en sigurinn var í samræmi við uppgang þjóðernissinnaðra flokka víða í Evrópu. Meðal helstu stefnumála Front National er strangari innflytjendalöggjöf, þyngri refsingar og verndunarstefna í fjármálum.Sjá einnig: Le Pen vill taka upp dauðarefsingu í FrakklandiLe Pen bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, ásamt Sarkozy og Hollande og hlaut hún 17,9 prósent atkvæða.Alain Juppé þykir sigurstranglegastur í forvali Les rébublicains.Fjölmiðlar og stjórnmálafræðingar í Frakklandi hafa hingað til talið að líkurnar á að Le Pen takist að hreppa forsetaembættið séu afar litlar. Eftir kjör Donalds Trump í Bandaríkjunum virðist þó nú sem allt sé mögulegt. „Ef sigur Trump var mögulegur, þá er allt mögulegt,“ sagði franski heimspekingurinn Bernard-Henri Levy í samtali við The Telegraph. „Þótt ekki séu miklar líkur á því að Le Pen sigri, þá er það mögulegt og ástæðan fyrir því er að sumu leyti sú að fólk hefur misst áhuga á stefnumálum og farið í auknum mæli að einblína á persónuleika stjórnmálafólks.“ Levy bætti því við að fólk hefði áhuga á stjórnmálum sem væru eins og leikhús og gerði meiri kröfur til skemmtanagildis en sannleika.“ Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Sjá það sem einu leiðina til að sporna gegn upprisu popúlista um alla Evrópu og halda ESB saman. 19. nóvember 2016 23:38 Juppe líklegastur til að verða forsetaefni franskra Repúblikana Alain Juppé mælist með öruggt forskot í skoðanakönnunum á helsta keppinaut sinn, Nicolas Sarkozy, í baráttunni um hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í frönsku forsetakosningunum á næsta ári. 13. október 2016 14:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi stjórnmálaflokksins Front National myndi vinna fyrrum forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í forsetakjöri með átta prósenta mun ef marka má niðurstöður sem gerðar voru af Ipsos. Forsetakosningarnar munu fara fram í apríl á næsta ári og mun þá koma í ljós hver tekur við keflinu af núverandi Frakklandsforseta, François Hollande. Í könnuninni var fimm mismunandi aðstæðum ólíkra frambjóðenda stillt upp en forval hefur ekki enn farið fram í öllum flokkum. Úrslita úr forvali flokks Sarkozy, Les républicains, má vænta í kvöld. Valið stendur á milli sjö frambjóðenda en eru Sarcozy, Alain Juppé borgarstjóri Bordeaux og François Fillon fyrrum forsætisráðherra Frakklands taldir sigurstranglegastir. Af þeim þremur þykir líklegast að Juppé muni standa með pálmann í höndunum.Sjá einnig: Juppé líklegastur til þess að verða forsetafni franskra RepúblíkanaEf enginn frambjóðandanna nær hlýtur fimmtíu prósenta fylgi eða meira verður kjörið endurtekið þann 27. nóvember.Möguleiki er á að fyrrum forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, taki við af Hollande í vor. Sarkozy tapaði fyrir Hollande í kosningunum 2012.mynd/gettySarkozy hefur haldið því fram að til þess að sameina Frakkland á ný þurfi að herða innflytjendalöggjöf til muna og berjast gegn herskáum íslamistum. Öfgafull orðræða hans hefur orðið til þess að hann hefur misst brautargengi sitt meðal stuðningsmanna Les Républicains sem lengra eru inni á miðju. Flokkur Marine Le Pen, Front National er þjóðernissinnaður hægriflokkur en faðir hennar, Jean-Marie Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972. Marine tók við af föður sínum sem leiðtogi flokksins árið 2011. Frá því Marine Le Pen tók við forystu Front National hefur flokkurinn sótt í sig veðrið en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 náði hann sögulegu kjöri, en sigurinn var í samræmi við uppgang þjóðernissinnaðra flokka víða í Evrópu. Meðal helstu stefnumála Front National er strangari innflytjendalöggjöf, þyngri refsingar og verndunarstefna í fjármálum.Sjá einnig: Le Pen vill taka upp dauðarefsingu í FrakklandiLe Pen bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, ásamt Sarkozy og Hollande og hlaut hún 17,9 prósent atkvæða.Alain Juppé þykir sigurstranglegastur í forvali Les rébublicains.Fjölmiðlar og stjórnmálafræðingar í Frakklandi hafa hingað til talið að líkurnar á að Le Pen takist að hreppa forsetaembættið séu afar litlar. Eftir kjör Donalds Trump í Bandaríkjunum virðist þó nú sem allt sé mögulegt. „Ef sigur Trump var mögulegur, þá er allt mögulegt,“ sagði franski heimspekingurinn Bernard-Henri Levy í samtali við The Telegraph. „Þótt ekki séu miklar líkur á því að Le Pen sigri, þá er það mögulegt og ástæðan fyrir því er að sumu leyti sú að fólk hefur misst áhuga á stefnumálum og farið í auknum mæli að einblína á persónuleika stjórnmálafólks.“ Levy bætti því við að fólk hefði áhuga á stjórnmálum sem væru eins og leikhús og gerði meiri kröfur til skemmtanagildis en sannleika.“
Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Sjá það sem einu leiðina til að sporna gegn upprisu popúlista um alla Evrópu og halda ESB saman. 19. nóvember 2016 23:38 Juppe líklegastur til að verða forsetaefni franskra Repúblikana Alain Juppé mælist með öruggt forskot í skoðanakönnunum á helsta keppinaut sinn, Nicolas Sarkozy, í baráttunni um hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í frönsku forsetakosningunum á næsta ári. 13. október 2016 14:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Sjá það sem einu leiðina til að sporna gegn upprisu popúlista um alla Evrópu og halda ESB saman. 19. nóvember 2016 23:38
Juppe líklegastur til að verða forsetaefni franskra Repúblikana Alain Juppé mælist með öruggt forskot í skoðanakönnunum á helsta keppinaut sinn, Nicolas Sarkozy, í baráttunni um hver verður forsetaframbjóðandi Repúblikana í frönsku forsetakosningunum á næsta ári. 13. október 2016 14:33