Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 23:38 Nigel Farage, Mariane Le Pen og Theresa May. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00
Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36
May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13
Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58