Erlent

Trump mildast í afstöðu sinni til loftslagsmála

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Segist vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu, þvert á það sem hann sagði í kosningabaráttunni.
Segist vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu, þvert á það sem hann sagði í kosningabaráttunni. Vísir/AFP
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið úr andstöðu sinni við baráttuna gegn hlýnun jarðar. Hann segist nú vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum.

Þetta kom fram í máli Donald Trump á fundi með blaðamönnum New York Times í dag, fundi sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Trump hefur á undanförnum dögum ítrekað gagnrýnt fréttaflutning blaðsins fyrir fréttir 

Segja má að sigur Trump í forsetakosningunum hafi boðað váleg tíðindi í baráttunni gegn loftsmálum sé miðað við það sem Trump sagði í aðdraganda kosninganna. Hann sagði ítrekað að hann myndi draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.

Sjá einnig:Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum

Spurður hvort að hann myndi standa við þetta loforð sitt ávirtist Trump ekki vera jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til samkomulagsins.

„Ég er að skoða það vel og vandlega. Ég hef opinn huga fyrir samkomulaginu,“ sagði Trump sem bætti þó við að hann vildi fá að sjá hvaða samkomulagið myndi kosta bandarísk fyrirtæki og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnishæfni þeirra.

Árið 2012 sagði Trump að hlýnun jarðar væri ekkert nema samsæri runnið undan rifjum Kínverja en hann virðist nú trúa því að maðurinn hafi haft áhrif á hlýnun jarðar

„Það eru einhver tengsl þarna á milli,“ sagði Trump. „Það er eitthvað en óvíst hversu mikið.“

Trump fór um víðan völl á fundi sínum með New York Times og virtist draga úr afstöðu sinni í mörgum málum sem þóttu umdeild í kosningabaráttunni.

Frásögn New York Times af fundinum má lesa hér.


Tengdar fréttir

Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×