Höddi Magg: Eineltið í garð Gerrard er stuðningsmönnum annarra liða til skammar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 08:30 Vísir/Samsett mynd Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á 365 og mikill stuðningsmaður Liverpool fór yfir glæsilegan feril Steven Gerarrd í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Steven Gerarrd lagði knattspyrnuskóna á hilluna í gær en þessi frábæri leikmaður spilaði í sautján ár með Liverpool. Hörður er á því að Gerrard sé besti leikmaður Liverpool frá upphafi. Hörður var ánægður með þá ákvörðun Steven Gerrard að hætta núna og að ekkert að vera reyna að koma sér aftur inn í Liverpool-liðið sem hefði ekki gengið upp. „Hann hefði ekki passað inn í þetta dæmi hjá Klopp og ég held að hann hafi vitað það manna best sjálfur,“ sagði Hörður Magnússon. „Hann var búinn að skapa svo margar minningar að það hefði ekki verið rétt að koma aftur nema kannski að verða hluti af meistaraliði,“ sagði Hörður. Hörður talaði um þegar hvernig Steven Gerrard kom inn í liðið og bar uppkomu hans við þá hjá Michael Owen. „Það var augljóst mjög snemma að hann hafði allt til brunns að bera. Líkamsbyggingin og þessi hrái kraftur sem einkenndi hans feril“ sagði Hörður. „Útsjónarsemin, leikskilningurinn og skotkrafturinn. Það er enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef séð sem hefur gert það sem Gerrard hefur gert,“ sagði Hörður. „Það var talað um vaxtaverki hjá honum í byrjun af þvi að hann væri enn að vaxa. Hann var að ströggla á tímabili vegna þess,“ sagði Hörður. „Jamie Carragher hefur sagt að Gerrard sé besti leikmaður í sögu Liverpool og menn deila um það. Það var gerð risastór könnun meðal stuðningsmanna Liverpool og þar var hann í öðru sæti á eftir kónginum sjálfum Kenny Daglish,“ sagði Hörður. „Það er alltaf erfitt að bera saman þessar kynslóðir, Hann er klárlega einn af þeim allra stærstu í sögu þessa félags sem hefur unnið flesta titla samanlagt á Englandi“ sagði Hörður. „Hann kemur úr þessu umhverfi og er heimalingur. Hann spilar allan sinn feril hjá Liverpool þrátt fyrir það að geta farið hvert sem er,“ sagði Hörður.Vísir/GettySteven Gerrard náði aldrei að verða enskur meistari með Liverpool. „Eftir stendur það. Hann bar þetta Liverpool-lið á herðum sér í mörg, mörg ár. Við verðum að átta okkur því að Evrópubikar meistaraliða eru æðstu verðlaun í boltanum hjá félagsliði. Hann vinnur það, ekki alveg upp á sitt einsdæmi en ansi nálægt því. Ekki bara í Istanbul heldur líka á móti Olympiakos,“ sagði Hörður en Steven Gertard bjargaði Liverpool þegar það var við það að detta út úr Evrópukeppninni það tímabil. „Ég var á Anfield í seinni undanúrslitaleiknum á móti Chelsea sem var gæsahúðaleikur allra tíma stemmningslega séð. Hann dró þetta lið áfram í þeim leik ásamt Carragher. Hann kemur síðan í Istanbul 3-0 undir í hálfleik og spilar eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef sjaldan séð aðra eins frammistöðu hjá einum leikmanni,“ sagði Hörður. „Árin þarna á eftir þá var hann gjörsamlega ósnertanlegur. Það var synd fyrir hann að vera ekki með betri leikmenn með sér. Hann hefði auðveldlega getað farið í Chelsea og Real Madrid og unnið meistaratitla þar,“ sagði Hörður.Vísir/Getty„Þú getur ekki bara metið leikmann út frá titlasafninu. Erum við þá að segja að Darren Fletcher sé betri af því að hann vann titla með United eða John O´Shea. Þetta er allt sett fram á skringilegan hátt. Hann á met í ensku úrvalsdeildinni með því að vera átta sinnum í liði tímabilsins,“ sagði Hörður. „Einstaklings frammistaða hans á sér fáa líka í enskum fótbolta. Svo geta menn sett það fram að hann vann ekki þessa blessuðu úrvalsdeild. Þetta er oft sett fram eftir því í hvaða liði þú ert. Nú er hann hættur að spila og menn ættu að geta horft framhjá því með hvaða liði hann var að spila. Við (Liverpool-menn) berum mikla virðingu fyrir Paul Scholes, David Beckham, Roy Keane eða Ruud Can Nistelrooy, “ sagði Hörður. „Þetta einelti sem hefur verið í garð Gerrard er stuðningsmönnum annarra liða til skammar. Það kemur ólgu á blóðið í mér varðandi Gerrard. Fyrir unga knattspyrnumenn er hann svo mikil goðsögn og fyrirmynd. Þetta er einmitt maðurinn sem þú getur litið á. Hann bar ekki bara liðið á herðunum heldur skapaði söguna með sinni eigin getu og hæfileikum,“ sagði Hörður en það má hlusta á allt spjall þeirra Harðar og Hjartar um Steven Gerrard í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard er hættur Steven Gerrard, leikmaður Liverpool til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann er hættur að spila knattspyrnu. 24. nóvember 2016 11:11 Gerrard valinn bestur framyfir Giggs og Ronaldo Steven Gerrard fékk flest atkvæði þegar áhorfendur Sky Sports gátu kosið á milli 50 leikmanna Liverpool og Manchester United um hver væri besti leikmaður liðanna frá upphafi. 16. október 2016 22:30 Ferli Steven Gerrard lauk líklega með tapi í vítaspyrnukeppni | Myndband Tim Howard fór illa með LA Galaxy í átta liða úrslitum MLS-deildarinnar í fótbolta. 7. nóvember 2016 15:15 Gerrard kveður Los Angeles Gefur sterka vísbendingu um að tímabilið hafi verið hans síðasta hjá LA Galaxy. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á 365 og mikill stuðningsmaður Liverpool fór yfir glæsilegan feril Steven Gerarrd í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Steven Gerarrd lagði knattspyrnuskóna á hilluna í gær en þessi frábæri leikmaður spilaði í sautján ár með Liverpool. Hörður er á því að Gerrard sé besti leikmaður Liverpool frá upphafi. Hörður var ánægður með þá ákvörðun Steven Gerrard að hætta núna og að ekkert að vera reyna að koma sér aftur inn í Liverpool-liðið sem hefði ekki gengið upp. „Hann hefði ekki passað inn í þetta dæmi hjá Klopp og ég held að hann hafi vitað það manna best sjálfur,“ sagði Hörður Magnússon. „Hann var búinn að skapa svo margar minningar að það hefði ekki verið rétt að koma aftur nema kannski að verða hluti af meistaraliði,“ sagði Hörður. Hörður talaði um þegar hvernig Steven Gerrard kom inn í liðið og bar uppkomu hans við þá hjá Michael Owen. „Það var augljóst mjög snemma að hann hafði allt til brunns að bera. Líkamsbyggingin og þessi hrái kraftur sem einkenndi hans feril“ sagði Hörður. „Útsjónarsemin, leikskilningurinn og skotkrafturinn. Það er enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef séð sem hefur gert það sem Gerrard hefur gert,“ sagði Hörður. „Það var talað um vaxtaverki hjá honum í byrjun af þvi að hann væri enn að vaxa. Hann var að ströggla á tímabili vegna þess,“ sagði Hörður. „Jamie Carragher hefur sagt að Gerrard sé besti leikmaður í sögu Liverpool og menn deila um það. Það var gerð risastór könnun meðal stuðningsmanna Liverpool og þar var hann í öðru sæti á eftir kónginum sjálfum Kenny Daglish,“ sagði Hörður. „Það er alltaf erfitt að bera saman þessar kynslóðir, Hann er klárlega einn af þeim allra stærstu í sögu þessa félags sem hefur unnið flesta titla samanlagt á Englandi“ sagði Hörður. „Hann kemur úr þessu umhverfi og er heimalingur. Hann spilar allan sinn feril hjá Liverpool þrátt fyrir það að geta farið hvert sem er,“ sagði Hörður.Vísir/GettySteven Gerrard náði aldrei að verða enskur meistari með Liverpool. „Eftir stendur það. Hann bar þetta Liverpool-lið á herðum sér í mörg, mörg ár. Við verðum að átta okkur því að Evrópubikar meistaraliða eru æðstu verðlaun í boltanum hjá félagsliði. Hann vinnur það, ekki alveg upp á sitt einsdæmi en ansi nálægt því. Ekki bara í Istanbul heldur líka á móti Olympiakos,“ sagði Hörður en Steven Gertard bjargaði Liverpool þegar það var við það að detta út úr Evrópukeppninni það tímabil. „Ég var á Anfield í seinni undanúrslitaleiknum á móti Chelsea sem var gæsahúðaleikur allra tíma stemmningslega séð. Hann dró þetta lið áfram í þeim leik ásamt Carragher. Hann kemur síðan í Istanbul 3-0 undir í hálfleik og spilar eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef sjaldan séð aðra eins frammistöðu hjá einum leikmanni,“ sagði Hörður. „Árin þarna á eftir þá var hann gjörsamlega ósnertanlegur. Það var synd fyrir hann að vera ekki með betri leikmenn með sér. Hann hefði auðveldlega getað farið í Chelsea og Real Madrid og unnið meistaratitla þar,“ sagði Hörður.Vísir/Getty„Þú getur ekki bara metið leikmann út frá titlasafninu. Erum við þá að segja að Darren Fletcher sé betri af því að hann vann titla með United eða John O´Shea. Þetta er allt sett fram á skringilegan hátt. Hann á met í ensku úrvalsdeildinni með því að vera átta sinnum í liði tímabilsins,“ sagði Hörður. „Einstaklings frammistaða hans á sér fáa líka í enskum fótbolta. Svo geta menn sett það fram að hann vann ekki þessa blessuðu úrvalsdeild. Þetta er oft sett fram eftir því í hvaða liði þú ert. Nú er hann hættur að spila og menn ættu að geta horft framhjá því með hvaða liði hann var að spila. Við (Liverpool-menn) berum mikla virðingu fyrir Paul Scholes, David Beckham, Roy Keane eða Ruud Can Nistelrooy, “ sagði Hörður. „Þetta einelti sem hefur verið í garð Gerrard er stuðningsmönnum annarra liða til skammar. Það kemur ólgu á blóðið í mér varðandi Gerrard. Fyrir unga knattspyrnumenn er hann svo mikil goðsögn og fyrirmynd. Þetta er einmitt maðurinn sem þú getur litið á. Hann bar ekki bara liðið á herðunum heldur skapaði söguna með sinni eigin getu og hæfileikum,“ sagði Hörður en það má hlusta á allt spjall þeirra Harðar og Hjartar um Steven Gerrard í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard er hættur Steven Gerrard, leikmaður Liverpool til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann er hættur að spila knattspyrnu. 24. nóvember 2016 11:11 Gerrard valinn bestur framyfir Giggs og Ronaldo Steven Gerrard fékk flest atkvæði þegar áhorfendur Sky Sports gátu kosið á milli 50 leikmanna Liverpool og Manchester United um hver væri besti leikmaður liðanna frá upphafi. 16. október 2016 22:30 Ferli Steven Gerrard lauk líklega með tapi í vítaspyrnukeppni | Myndband Tim Howard fór illa með LA Galaxy í átta liða úrslitum MLS-deildarinnar í fótbolta. 7. nóvember 2016 15:15 Gerrard kveður Los Angeles Gefur sterka vísbendingu um að tímabilið hafi verið hans síðasta hjá LA Galaxy. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Gerrard er hættur Steven Gerrard, leikmaður Liverpool til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann er hættur að spila knattspyrnu. 24. nóvember 2016 11:11
Gerrard valinn bestur framyfir Giggs og Ronaldo Steven Gerrard fékk flest atkvæði þegar áhorfendur Sky Sports gátu kosið á milli 50 leikmanna Liverpool og Manchester United um hver væri besti leikmaður liðanna frá upphafi. 16. október 2016 22:30
Ferli Steven Gerrard lauk líklega með tapi í vítaspyrnukeppni | Myndband Tim Howard fór illa með LA Galaxy í átta liða úrslitum MLS-deildarinnar í fótbolta. 7. nóvember 2016 15:15
Gerrard kveður Los Angeles Gefur sterka vísbendingu um að tímabilið hafi verið hans síðasta hjá LA Galaxy. 14. nóvember 2016 09:00