Viðtal við Sean Dyche: Jóhann Berg er enn að læra og bæta sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2016 19:01 Burnley fær Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson fær þar tækifæri til að reyna sig á móti lærisveinum Peps Guardiola sem eru af mörgum taldir líklegastir til að vinna Englandsmeistaratitilinn. „Þetta er eitt af þessu stóru liðum. Við erum búnir að fá Liverpool hingað og núna er annar stórleikur. Þetta er frábært lið og þetta verður erfiður leikur. Við erum búnir að vera ágætir á heimavelli og vonandi heldur það áfram,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Hjörvar Hafliðason.Jóhann Berg hefur leikið alla tólf deildarleiki Burnley á tímabilinu.vísir/gettyJóhann Berg hefur byrjað síðustu átta leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 3-2 sigri á Crystal Palace á dögunum. „Mér finnst ég hafa komið nokkuð vel inn í þetta. Ég náði mínu fyrsta marki og hef lagt einhver upp. Þetta hefur gengið mjög vel og er vonandi það sem koma skal,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn. Hjörvar hitti Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, einnig að máli. Dyche hafði fylgst lengi með Jóhanni Berg áður en hann keypti hann til Burnley. „Jafnvel þótt hann hafi verið í liði [Charlton] sem féll var hann duglegur að leggja upp mörk og skoraði einnig nokkur góð sjálfur,“ sagði Dyche. „Á Evrópumótinu sýndi hann, og allt íslenska liðið, mikla vinnusemi. Við vissum hversu góður hann er með boltann. Hann býr yfir eiginleikum sem við vorum að leita að og hann passar inn í félagið. Hann er enn að læra og bæta sig.“ Dyche segir að Jóhann Berg verði alltaf betri og betri eftir því sem hann spilar fleiri leiki. „Hann hefur staðið sig vel. Hann fór rólega af stað og við notuðum hann ekki mikið í upphafi. Hann var bara að venjast úrvalsdeildinni og lífinu hérna,“ sagði Dyche sem spilaði á sínum tíma með Heiðari Helgusyni og Brynjari Birni Gunnarssyni hjá Watford. „Heiðar var frábær leikmaður, ég naut þess að spila með honum og hann var algjör stríðsmaður. Ég heyri reglulega í honum. Brynjar var líka með okkur,“ sagði Dyche sem er hrifinn af hugarfari íslenskra leikmanna.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Burnley fær Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson fær þar tækifæri til að reyna sig á móti lærisveinum Peps Guardiola sem eru af mörgum taldir líklegastir til að vinna Englandsmeistaratitilinn. „Þetta er eitt af þessu stóru liðum. Við erum búnir að fá Liverpool hingað og núna er annar stórleikur. Þetta er frábært lið og þetta verður erfiður leikur. Við erum búnir að vera ágætir á heimavelli og vonandi heldur það áfram,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Hjörvar Hafliðason.Jóhann Berg hefur leikið alla tólf deildarleiki Burnley á tímabilinu.vísir/gettyJóhann Berg hefur byrjað síðustu átta leiki Burnley í ensku úrvalsdeildinni og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 3-2 sigri á Crystal Palace á dögunum. „Mér finnst ég hafa komið nokkuð vel inn í þetta. Ég náði mínu fyrsta marki og hef lagt einhver upp. Þetta hefur gengið mjög vel og er vonandi það sem koma skal,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn. Hjörvar hitti Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, einnig að máli. Dyche hafði fylgst lengi með Jóhanni Berg áður en hann keypti hann til Burnley. „Jafnvel þótt hann hafi verið í liði [Charlton] sem féll var hann duglegur að leggja upp mörk og skoraði einnig nokkur góð sjálfur,“ sagði Dyche. „Á Evrópumótinu sýndi hann, og allt íslenska liðið, mikla vinnusemi. Við vissum hversu góður hann er með boltann. Hann býr yfir eiginleikum sem við vorum að leita að og hann passar inn í félagið. Hann er enn að læra og bæta sig.“ Dyche segir að Jóhann Berg verði alltaf betri og betri eftir því sem hann spilar fleiri leiki. „Hann hefur staðið sig vel. Hann fór rólega af stað og við notuðum hann ekki mikið í upphafi. Hann var bara að venjast úrvalsdeildinni og lífinu hérna,“ sagði Dyche sem spilaði á sínum tíma með Heiðari Helgusyni og Brynjari Birni Gunnarssyni hjá Watford. „Heiðar var frábær leikmaður, ég naut þess að spila með honum og hann var algjör stríðsmaður. Ég heyri reglulega í honum. Brynjar var líka með okkur,“ sagði Dyche sem er hrifinn af hugarfari íslenskra leikmanna.Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Viðtal íþróttadeildar við Bob Bradley: Hrósar Gylfa í hástert Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur miklar mætur á Gylfa Þór Sigurðssyni. Þetta kemur fram í viðtali íþróttadeildar 365 við Bandaríkjamanninn. 24. nóvember 2016 19:39