Bundnar vonir við nýtt bóluefni gegn HIV veirunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:17 Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni Vísir/Getty „Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
„Eyðileggingarmáttur HIV veirunnar hefur haft gríðarlega áhrif innan Suður-Afríku en nú höfum við hafist handa við rannsóknir á nýju bóluefni sem miklar vonir eru bundnar við. Ef bóluefnið virkar myndi það breyta miklu í baráttunni gegn HIV faraldrinum.“ segir Dr.Glenda Grey yfirmaður suður-afrísku læknarannsóknarnefndarinnar. Guardian greinir frá.Prufur og rannsóknir eru hafnar í Suður-Afríku á nýju bóluefni gegn HIV veirunni en þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem slíkar nýjar prófanir hafa verið framkvæmdar. Bóluefnið inniheldur einangraðan hluta veirunnar sem algengur er í Afríku. Þátttakendur munu fá fimm sprautur af bóluefninu ásamt þremur sprautum af ónæmisglæði sem hjálpar til við að virkja áhrif bóluefnisins. Miklar vonir eru bundnar við bóluefnið og talið er að ef vel gengur þá gæti það bundið enda á þann faraldur sem geysað hefur á þessum slóðum lengi vel. Þrátt fyrir að minna sé um dauðsföll af völdum veirunnar, vegna lyfja sem bæla hana niður, þá hafa sérfræðingar ekki enn náð að koma í veg fyrir að fólk sýkist af veirunni. Tilfelli sýktra heldur áfram að hækka og telja sérfræðingar að bóluefni sé það eina sem geti hjálpað ástandinu og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins.Eldri rannsóknin umdeildBóluefnið er þróaðri útgáfa af eldra efni, RV144, sem talið var að hefði sýnt bestan árangur í prufu sem gerð var í Thailandi fyrir 7 árum síðan og sýndi 31 prósent virkni. Prufan var þó umdeild þar sem bóluefnið RV144, sem notast var við, var samblanda úr tveimur lyfjum AidsVax og ALVAC en þau voru þá búin að vera í notkun í 15 ár. AidsVax hafði þá ekki staðist prófanir eitt og sér. Rannsóknin og prufan fyrir RV144, samblandaða bóluefninu, var stór og tóku um 16.400 manns sem ekki voru smitaðir af HIV veirunni þátt í henni. Þeim var annað hvort gefið virk útgáfa af bóluefninu eða lyfleysa. Þremur árum seinna kom niðurstaða prófunarinnar í ljós . Þá höfðu 125 manns orðið sýktir af veirunni. Þar af voru 51 einstaklingur sem höfðu fengið virkt bóluefni en 74 sem fengu lyfleysuna. Markhópurinn sem rannsakaður var í þetta skiptið var ekki talinn vera í jafn miklum áhættuhóp á að smitast af veirunni og hópurinn sem verið er að rannsaka nú. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við þetta nýja og þróaðra bólefni. Nú hafa 5400 manns á aldrinu 18-35 ára tekið þátt í rannsókninni og eru þau öll talin vera innan þess samfélagshóps sem er líklegastur til að smitast. Vonir eru bundnar við 50 til 60 prósent virkni.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira