Fótbolti

Emil kom ekkert við sögu í tapi Udinese

Smári Jökull Jónsson skrifar
Emil í leik með Udinese fyrr á þessu tímabili.
Emil í leik með Udinese fyrr á þessu tímabili. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekk Udinese þegar liðið beið lægri hlut gegn Cagliari í Serie A í dag. Þá tapaði Juventus gegn Genoa á útivelli.

Emil hefur komið við sögu í 7 af 14 leikjum Udinese á tímabilinu til þessa. Liðið lenti undir í fyrri hálfleik gegn Cagliari en jafnaði metin í upphafi þess síðari. Heimaliðið tryggði sér svo 2-1 sigur með marki Marco Sau á 58.mínútu. Udinese situr í 15.sæti deildarinnar með 15 stig eftir fjórtán umferðir.

Meistarar Juventus hafa haft yfirburði á Ítalíu síðustu árin. Þeir töpuðu hins vegar á útivelli gegn Genoa þar sem heimamenn komust í 3-0 á fyrsta hálftímanum. Miralem Pjanic minnkaði muninn á 82.mínútu fyrir Juventus sem er þó enn með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Genoa er í 12.sæti með 16 stig.

Fyrr í dag vann Lazio góðan útisigur á Palermo. Þá vann Atalanta 2-0 útisigur gegn Bologna og Crotone og Sampdoria skildu jöfn, 1-1.

Í kvöld tekur Roma á móti Pescara og þar geta heimamenn lyft sér upp í 2.sætið með jafn mörg stig og AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×