Fótbolti

Stóru félögin í Brasilíu vilja að Chapecoense sleppi við fall og fái fría lánsmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins tveir dagar eru síðar Chapecoense mætti Palmeiras sem hefur nú rétt fram hjálparhönd eftir flugslysið skelfilega.
Aðeins tveir dagar eru síðar Chapecoense mætti Palmeiras sem hefur nú rétt fram hjálparhönd eftir flugslysið skelfilega. vísir/getty
Fjögur af stærstu félögum Brasilíu hafa rétt fram hjálparhönd eftir flugslysið skelfilega í morgun þar sem langflestir leikmenn og starfsmenn brasilíska úrvalsdeildarliðsins Chapecoense fórust.

Corinthians, Santos, Sao Paulo og meistarar Palmeiras sendu inn beiðni til brasilíska knattspyrnusambandsins þar sem félögin fóru fram á að Chapecoense yrði hlíft við falli næstu þrjú tímabil.

Félögin fjögur lögðu það einnig til að Chapecoense fengi eins marga lánsmenn og félagið óskaði eftir á næsta tímabili og það án greiðslu.

Lið Chapecoense var á leið til Medellín í Kólumbíu þegar vélin fórst. Aðeins fimm af 81 í vélinni lifðu af.

Chapecoense átti að mæta Atlético Nacional í Medellín í fyrri leik liðanna í úrslitum bikarkeppni Suður-Ameríku, Copa Sudamericana, í dag. Atlético Nacional hefur beðið um að Chapecoense verði krýndir meistarar.

Lýst hefur verið þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu vegna flugslyssins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×