Fótbolti

Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum.
Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum. Vísir/Getty/Samsett
Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana.

Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði.

Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar.

Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum.

 







Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu.

Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.

Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi.

Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.



Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust.

Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×