Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 10:00 Alan Ruschel í leik með Chapecoense. Hann er sagður hafa lifað flugslysið af. Myndir af liðinu í flugvélinni og að fagna á dögunum. Vísir/Getty/Samsett Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Brasilíska fótboltaliðið Chapecoense, sem var í flugvélinni sem fórst í Kólumbíu í morgun, var nýbúið að ná besta árangri félagsins í Copa Sudamericana. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Copa Sudamericana er næststærsta keppni Suður-Ameríku og er ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst áfram í úrslitaleikinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Brasilíu á móti argentínska liðinu San Lorenzo. Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðsins fagna sætinu í úrslitaleiknum. Así celebraban los integrantes de #Chapecoense hace unos días su paso a la final que jugarían contra @nacionaloficial. Q.E.P.D. pic.twitter.com/dmklqq7raY — Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016 Fyrri leikur úrslitanna átti að fara fram í Medellín í Kólumbíu á morgun en leiknum var aflýst sem og öllu mótinu af suður-ameríska fótboltasambandinu þegar fréttist af því að liðið hafi lent í flugslysinu. Chapecoense var annars búið að hafa dálítið heppnina með sér í keppninni. Liðið komst áfram í átta liða úrslitin eftir vítakeppni þrátt fyrir að klikka á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni.Fyrstu fréttir herma að tveir leikmenn Chapecoense-liðsins hafi verið meðal þeirra fimm sem sluppu lifandi úr flugslysinu en talið er að 76 manns hafi farist í þessu hræðilega slysi. Meðal þeirra sem voru í flugvélinu voru auk leikmanna og þjálfara, aðrir starfsmenn liðsins, fjölmiðlamenn sem voru að fylgja liðinu og aðrir tengdir félaginu.Last picture before the crash, on their way to the Copa final. #Chapecoensepic.twitter.com/A0jvoVqy78 — Fredo, FES Bets (@ZFredo_) November 29, 2016 Leikmennirnir sem björguðust eru vinstri bakvörðurinn Alan Ruschel sem var bjargað fyrst úr flakinu, og markvörðurinn Danilo. Ruschel var samt mikið slasaður. Einhverjir miðlar hafa heimildir fyrir því að varamarkvörðurinn Jakson Follmann sé einnig meðal þeirra fimm sem björguðust. Flugvélin sem fórst var ekki sú flugvél sem farþegarnir áttu að fara með upphaflega. Þeir voru látnir skipta um flugvél þar sem fyrri vélin fékk ekki grænt ljós frá flugvallaryfirvöldum.Estos son los integrantes de Chapecoense, celebrando hace unos días en el camerino el paso a la final contra @nacionaloficial. pic.twitter.com/yoV036aNfK— Andres Felipe Arcos (@AndresFelipe) November 29, 2016
Fótbolti Tengdar fréttir Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Sjá meira
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30