Erlent

Bernie Sanders tjáir sig um Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Bernie Sanders.
Bernie Sanders. Vísir/GEtty
Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segist tilbúinn til að vinna með Donald Trump sem forseta. Hann segir Trump hafa náð að nýta sér reiði millistéttar Bandaríkjanna sem sé orðinn þreytt að viðvarandi stjórnmálaháttum sem hafi komið niður á stéttinni.

„Fólk er þreytt á því að vinna lengur fyrir lægri laun, á því að horfa á eftir fínum störfum til Kína og annarra láglaunaríkja, á því að milljarðarmæringar borga ekki skatta og að eiga ekki efni á háskólamenntun barna sinna. Allt á meðan hinir ríku verða ríkari," skrifar Sanders á vefsvæði sitt.

Sanders segir ennfremur að sé Trump alvara um að vilja bæta lífi verkamanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra, sé hann og aðrir framsæknir þingmenn tilbúnir til að vinna með Trump.

Muni Trump hins vegar leggja línurnar með rasisma, kvennhatri og gegn umhverfinu muni þeir berjast gegn honum af miklu afli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×