Erlent

Bob Dylan ætlar ekki að mæta á verðlaunahátíðina

Samúel Karl Ólason skrifar
HInn 75 ára gamli Bob Dylan er fyrsti lagahöfundurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun.
HInn 75 ára gamli Bob Dylan er fyrsti lagahöfundurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. Vísir/GETTY
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun ekki mæta á nóbelsverðlaunaathöfnina í desember og taka við bókmenntaverðlaunum sínum. Samkvæmt nóbelsnefndinni koma „aðrar skuldbindingar“ í veg fyrir að hann geti mætt.

Samkvæmt bréfi sem nefndin fékk óskar Dylan þess að hann gæti mætt og ítrekaði hann að honum þætti það „ótrúlegur heiður“ að hafa hlotið verðlaunin.

Nefndin sjálf sagðist virða ákvörðun Dylan, en tók fram að það væri óhefðbundið að verðlaunahafar tækju ekki á móti verðlaunum sínum í Stokkhólmi.

AFP fréttaveitan bendir á að það hafi nokkrum sinnum komið fyrir. Doris Lessing hafi ekki getað ferðast vegna aldurs. Harold Pinter var á sjúkrahúsi og Elfriede Jelinek þjáist af félagsfælni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×