Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 23:41 Atli Helgason er skráður eini eigandi Versus lögmanna, samkvæmt fyrirtækjaskrá. vísir/stöð 2 Lögmannafélag Íslands rekur nú mál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds og stjórnarsetu á stofunni Versus. Atli Helgason er skráður eigandi stofunnar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Atli, sem er lögfræðingur að mennt, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2001 og var í kjölfarið sviptur lögmannsréttindum sínum, og hefur því ekki heimild til þess að reka stofuna, að mati félagsins. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Atli skráður eini eigandi Versus lögmanna, en upplýsingarnar eru frá árinu 2014. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en heimildir fréttastofu herma að félagið hafi krafist þess að allir lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum vegna málsins.Heimasíða Versus lögmanna liggur niðri, sem og Facebook-síða fyrirtækisins. Vefsíðan var opin í síðasta mánuði, og leit þá svona út.Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður hjá Versus, vildi heldur ekki tjá sig um málið, og þá hefur vefsíðu stofunnar verið lokað, en eftir því sem fréttastofa kemst næst var heimasíðan opin í síðasta mánuði. Lögmannafélagið sendi tölvupóst á félagsmenn sína í vikunni þar sem þeir eru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar. Atli Helgason var dæmdur fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni árið 2001. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót og hugðist þá sækjast eftir lögmannsréttindum sínum á ný. Hann hætti hins vegar við það sama dag og málflutningur í málinu átti að fara fram, en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Atli sagði í bókun sem hann lagði fram að starfsréttindi sín sem lögmaður væru minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefði endurvakið. Hann hafi því afráðið að afturkalla ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingu. Tengdar fréttir Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03 Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Lögmannafélag Íslands rekur nú mál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds og stjórnarsetu á stofunni Versus. Atli Helgason er skráður eigandi stofunnar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Atli, sem er lögfræðingur að mennt, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2001 og var í kjölfarið sviptur lögmannsréttindum sínum, og hefur því ekki heimild til þess að reka stofuna, að mati félagsins. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Atli skráður eini eigandi Versus lögmanna, en upplýsingarnar eru frá árinu 2014. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en heimildir fréttastofu herma að félagið hafi krafist þess að allir lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum vegna málsins.Heimasíða Versus lögmanna liggur niðri, sem og Facebook-síða fyrirtækisins. Vefsíðan var opin í síðasta mánuði, og leit þá svona út.Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður hjá Versus, vildi heldur ekki tjá sig um málið, og þá hefur vefsíðu stofunnar verið lokað, en eftir því sem fréttastofa kemst næst var heimasíðan opin í síðasta mánuði. Lögmannafélagið sendi tölvupóst á félagsmenn sína í vikunni þar sem þeir eru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar. Atli Helgason var dæmdur fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni árið 2001. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót og hugðist þá sækjast eftir lögmannsréttindum sínum á ný. Hann hætti hins vegar við það sama dag og málflutningur í málinu átti að fara fram, en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Atli sagði í bókun sem hann lagði fram að starfsréttindi sín sem lögmaður væru minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefði endurvakið. Hann hafi því afráðið að afturkalla ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingu.
Tengdar fréttir Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03 Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Atli hættir við að endurheimta réttindin Atli Helgason telur að starfsréttindin sem lögmaður séu minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. 1. febrúar 2016 10:03
Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11
Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að Atli Helgason endurheimti málflutningsréttindi sín. 19. janúar 2016 18:30