Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason vísir/stöð 2 „Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
„Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11