Atli hættir við að endurheimta réttindin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. febrúar 2016 10:03 Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru. Vísir/NFS Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55