Innlent

Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr þættinum Sönn íslensk sakamál.
Skjáskot úr þættinum Sönn íslensk sakamál.
Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000.

Atli sat inni í 10 og hálft ár og sækist nú eftir því, í kjölfar þess að hafa fengið uppreist æru, að fá aftur málflutningsréttindi sem lögmaður en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann var dæmdur í fangelsi.

Sjá einnig:Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust

Það er ekki ofsögum sagt að morðið á Einari sé eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og var eins og gefur að skilja mikið fjallað um það í fréttum á sínum tíma.



Árið 2012 var síðan sýndur þáttur á Skjá Einum um málið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan en leikstjóri var Sævar Guðmundsson og handritið skrifaði Sölvi Tryggvason.

Uppfært klukkan 13.10: Þátturinn var tekinn úr birtingu í fréttinni í kjölfar þess að Sævar Guðmundsson, leikstjóri og framleiðandi þáttarins, hafði samband við fréttastofu og benti á að hann væri á YouTube í óþökk framleiðenda.

Hér má hins vegar sjá þáttinn Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 en í honum var einnig fjallað um morðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×